Innlent

ESB slakar á refsiaðgerðum gegn Búrma

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma.
Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma. mynd/AFP
Evrópusambandið hefur formlega ákveðið að slaka á refsiaðgerðum gegn Búrma. Er þetta gert í kjölfar lýðræðisumbóta í landinu.

Í tilkynningu frá ESB kemur fram að þær breytingar sem orðið hafa í landinu á síðustu mánuðum séu sögulegar. Því hafi verið ákveðið að aflétta viðskiptabanni á landinu í eitt ár.

Vopnasölubann er þó enn í gildi.

Þá mun Evrópusambandið fylgjast náið með þróun mála í landinu.

Tilkynnt var um afnám viðskiptabannsins í síðustu viku en þá heimsótti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, landið og hvatti til þess að slakað yrði á refsiaðgerðum gegn Búrma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×