Innlent

Snarpasti skjálftinn mældist 3 á Richter

Samkvæmt yfirförnum tölum Veðurstofunnar á skjálftahrinunni sem hófst norð-norðvestur af Hellisheiðarvirkjun í fyrrakvöld, mældist snarpasti skjálftinn 3 á Richter og þrír til viðbótar mældust á bilinu 2 til 3 á Richter.

Snarpasti skjálftinn í fyrrinótt var 2,6. Enn var nokkuð um skjálfta á svæðinu í gærkvöldi og í nótt, en þeir voru allir vægari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×