Kersmálið sýnir að eigendur náttúruperla geta synjað eftir hentisemi Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2012 13:15 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið. Landeigendur í kringum Kerið í Grímsnesi, með Óskar Magnússon, útgefanda Morgunblaðsins, fremstan í flokki neituðu í gær Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands og fylgdarliðum þeirra að skoða kerið. Forsætisráðherrann og hinn erlendi gestur hennar þurftu því frá að hverfa. Óskar sagði að ástæðan væri m.a andstaðan við kínversk og íslensk stjórnvöld. Af þessum orðum hans má ráða að það hafi huglæg sjónarmið ráðið för þegar þessi ákvörðun var tekin, en ekki aðeins metnaður fyrir vernd svæðisins. Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir á Facebook-síðu sinni að málið afhjúpi þá staðreynd að hrunsamfélagið hafi verið endurreist. Fram séu komnir sömu leikendur og gildi og áttu leiksviðið fyrir hrun. Aftur sé réttur einstaklingsins settur ofar hagsmunum þjóðarinnar. Þá segir Lilja að tryggja verði aðgang þjóðarinnar að gersemum í einkaeign.Takmarkaður aðgangur að Geysi væri til háborinnar skammar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir þetta sjónarmið. „Ég virði það að menn vilji mótmæla einhverju varðandi stjórnarfarið í Kína og heimsóknum Kínverja, en það á ekki að vera á færi einstaklinga að banna fólki að skoða náttúruperlur hér á landi. Það eiga að gilda almenn lög sem tryggja mönnum rétt til að heimsækja slík svæði," segir Árni. En geta menn meinað fólki að skoða náttúruperlur? Er þetta ekki staðfesting á því? Fyrst forsætisráðherra Íslands fær ekki að fara þarna um? „Einhver sagði að þetta væri afturhvarf til ársins 2007. Menn væru farnir að ráðskast með eigur þjóðarinnar eins og þeim sýndist, en þeir keyptu þetta og geta þannig farið með þetta að vild. Að mínu mati ættu hins vegar að gilda almennar reglur um aðgengi almennings að náttúruperlum. Við getum tekið hliðstætt dæmi um Geysi sem er í einkaeigu, allt landið þar, og landeigendur hafa ekki viljað selja ríkinu því ríkið borgi ekki nóg. Af þeim sökum er svæðið í niðurníðslu. Ímyndaðu þér ef Óskar Magnússon myndi kaupa Geysi og það svæði, þá gæti hann sagt við íslensk stjórnvöld, þið getið ekki komið hingað með þennan kínverska eða þennan evrópska eða hvað það er. Þetta má ekki verða svona. Ef það væri hægt að stjórna aðgengi að Geysi þá væri það til háborinnar skammar," segir Árni Finnsson. Færð hafa verið rök fyrir því að takmarka eigi aðgang að náttúruperlum og veita aðeins aðgang að slíkum svæðum gegn greiðslu sem myndi síðan kosta viðhald á slíkum svæðum, en sú umræða er af öðrum toga. Ekki liggur fyrir hvort það hafi komið upp í umræðu milli aðstandenda Kerfélagsins og stjórnvalda að greitt yrði sérstakt gjald fyrir aðgang að Kerinu í gær vegna mikils fjölda í fylgdarliði Kínverjanna. Almennt er ekki rukkað fyrir aðgang að Kerinu. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26 Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41 "Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því. 21. apríl 2012 15:26
Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið. 22. apríl 2012 11:41
"Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó" Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins. 22. apríl 2012 10:48