Færri greinast með HIV-smit 23. apríl 2012 06:30 Haraldur Briem Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira