Innlent

Eldur í ruslagámi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt, eftir að vart varð við eld í ruslagámi, sem stóð við Bólstaðahlíð í Reykjavík.

Eldurinn hafði ekki náð að magnast að ráði þegar slökkviliðið kom á vettvang og slökkti hann á svip stundu. Gámurinn stóð ekki nálægt húsi eða öðrum mannvirkjum, og var því ekki hætta á ferðum. Talið er líklegt að kveikt hafi verið í gámnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×