Fleiri fréttir

Búið að koma fólki niður af Hellisheiðinni

Björgunarsveitir úr Árnssýslu og Reykjavík og Vegagerðarmenn hafa í kvöld aðstoðað fólk á 20 til 30 bílum í vondu veðri og afleitri færð á Hellisheiði og í Þrengslum.

Herjólfur siglir ekki í fyrramálið vegna veðurs

Fyrri ferð Herjólfs á morgun fellur niður vegna veðurs. Spáð er 8 til 10 metra ölduhæð og 18 til 20 metra vindhraða. Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í fyrramálið í síma 481 - 2800 til að breyta pöntunum sínum. Athugun með síðari ferð Herjólfs (frá Eyjum 15.30 og Þorlákshöfn 19:15) verður gefin út kl 12:00 á þriðjudag.

Hellisheiðin lokuð - björgunarsveitir ferja fólk til Hveragerðis

Um fimmtán til tuttugu björgunarsveitarmenn eru nú staddir á Hellisheiðinni að aðstoða fjölda bíla sem eru fastir vegna veðurs. Heiðinni hefur nú verið lokað og hefur Rauði krossinn í Hveragerði opnað aðstöðu fyrir þá sem þurfa á því að halda.

40 umferðaróhöpp um helgina

Um fjörutíu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Það verður að teljast heldur mikið en þess ber þó að geta að færð á vegum hefur verið afleit undanfarna daga. Flest óhöppin voru minniháttar og ekki er vitað um slys á fólki en það er auðvitað fyrir mestu. Talsvert eignatjón varð í einhverjum tilvikum.

Níu undir áhrifum

Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og einn í Garðabæ.

Vilja sérstaka umræðu um hálkuvarnir og snjómokstur

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir sérstakri umræðu um snjómokstur, hreinsun og hálkuvarnir á fundi umhverfis- og samgönguráðs á morgun og í borgarráði á fimmtudag vegna þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir áhyggjur og ítrekaðar kvartanir íbúa vegna ástandsins skiljanlegar.

Förgun á mjólkurkúm minni en á síðasta ári

Fyrstu 11 mánuði nýliðins árs var förgun á mjólkurkúm um 6% minni en árið á undan, skv. skýrsluhaldsgögnum Bændasamtaka Íslands og greint er frá á vef Landssambands kúabænda.

Hætta á vopnuðum átökum fer vaxandi

Afbrotamenn ganga í auknum mæli vopnaðir um götur á Íslandi og telst hætta á vopnuðum átökum fara vaxandi. Þetta kemur fram í áhættumati Ríkislögreglustjóra fyrir þetta ár, sem lögreglan birti opinberlega í dag.

Síminn varla stoppað

Þrjátíu og sex konur hafa ráðið sér lögmann og hyggjast fara í skaðabótamál við Jens Kjartansson lýtalækni vegna gallaðra sílíkonpúða. Púðar frá PIP voru teknir af bandaríkjamarkaði fyrir ellefu árum.

Fimm milljónir í umhverfisstyrki

Landsbankinn veitti í dag 5 milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans en að þessu sinni voru veittir 17 styrkir. Ríflega 130 umsóknir bárust.

Sigmundur Davíð tekur þátt í að skipuleggja miðbæ Selfoss

Sigmundur Davíð Gunlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verður á meðal fundarmanna á opnum fundi á vegum Sveitarfélagsins Árborgar á Hótel Selfossi á fimmtudagskvöld. Þar mun hann, ásamt Páli Bjarnasyni arkitekt, kynna hugmyndir sínar að nýju skipulagi miðbæjar Selfoss.

Aukin "atvinnumennska“ einkennir framleiðslu fíkniefna hér á landi

Vísbendingar um umfang fíkniefnaframleiðslu hér á landi hafa orðið til þess að vekja grunsemdir um að hluti framleiðslunnar kunni að vera fluttur úr landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hættumati greiningadeildar ríkislögreglustjóra og var birt í dag.

Saltað í Kópavogi og Hafnarfirði

Á laugardaginn var hafin vinna við að salta götur sem og að salta og sanda stíga en mikil hálka var í Hafnarfirði. Einnig var borinn sandur í þær brekkur sem voru illfærar svo og einstaka götur.

Ferðaþjónustuaðili kærður fyrir akstur utan vega

Á fimmtudag í síðustu viku var ferðaþjónustuaðili á mikið breyttri hópbifreið með 5 erlenda ferðamenn staðinn að utanvegaakstri í og við Skógaá samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli.

Loðnuveiði fer vel af stað

Loðnuveiðin fór vel af stað á nýju ári og kom Lundey NS með fyrsta afla ársins, alls rúmlega 900 tonn, til Vopnafjarðar sl. fimmtudag samkvæmt fréttavef HB Granda.

Áformum um sumarlokun í Neskaupstað harðlega mótmælt

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hafnar algerlega þeim áformum að loka sjúkrasviði Fjórðungssjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað í átta vikur á komandi sumri í sparnaðarskyni. Í yfirlýsingu frá bæjarstjórninni segir að það séu sjálfsögð og almenn mannréttindi að íbúar Austurlands njóti sjúkrahúsþjónustu í sínum fjórðungi allt árið um kring en sé ekki gert að sækja hana um langar leiðir í aðra landsfjórðunga enda geti líf legið við.

Varað við hvassri suðvestan átt um vestanvert landið

Um vestanvert landið má áfram reikna með hvassri SV-átt í dag með dimmum éljum samkvæmt ábendingu frá veðurstofu Íslands. Hiti verður um eða rétt undir frostmarki og vegir geta því orðið sérlega hálir við þessar aðstæður. Lægir talsvert og dregur úr éljum síðdegis.

Borgarstjóri biður fólk um að fara varlega

Jón Gnarr borgarstjóri biður fólk um að fara varlega og hætta sér ekki út á hálar götur nema vel búið. Hann biður líka bílaeigendur um að hliðra til fyrir snjóruðningstækjum og sýna tillitssemi í umferðinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjóra, en borgin hefur verið gagnrýnd nokkuð í dag og um helgina fyrir að salta ekki eða sanda götur fyrir vegfarendur.

Um 30 konur vilja fara í mál vegna PIP-brjósta

Fjöldi þeirra kvenna sem ætla í mál við lýtalækninn Jens Kjartansson vegna sílíkonpúða fer ört vaxandi. Um þrjátíu konur hafa sett sig í samband við lögmann vegna þessa.

Níu mánaða barn setti þvottaefni í munninn

Níu mánaða gamalt barn var flutt til aðhlynningar á sjúkrahús um helgina eftir að hafa innbyrt uppþvottaefni. Þvottaefnið hafði ekki allt skolast úr þvottaefnishólfi uppþvottavélarinnar eftir að vélin hafði lokið þvottinum. Barnið komst í efnið þar sem vélin stóð opin og það setti smávegis af efninu upp í sig. Lögreglan á Selfossi segir að barnið muni ekki hafa hlotið alvarlega skaða af.

Brotist inn í sundlaug og hesthús

Brotist var inn í sundlaug í Mosfellsbæ og hesthús í Hafnarfirði í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Peningum var stolið úr afgreiðslu sundlaugarinnar.

Fastagestir í Strætó greiða meira

Verð á tímabilskortum og afsláttarfarmiðum í Strætó mun hækka um 10% að jafnaði 1. febrúar næstkomandi. Stök fargjöld haldast hins vegar óbreytt og munu kosta 350 krónur. Hækkunin er liður í stefnu stjórnar þess efnis að auka hlut fargjaldatekna í rekstrarkostnaði Strætó og að gjaldskrá haldi í við þróun almenns verðlags.

Fyrsta opinbera framboðið til forseta

Jón Lárusson lögreglumaður ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Jón lýsti þessu yfir í viðtali á Útvarpi Sögu í morgun. Jón er fyrsti einstaklingurinn sem tilkynnir um framboð sitt formlega vegna forsetakosninga í vor. Jón er fæddur árið 1965 og starfar sem lögreglumaður. Jón hefur einnig látið til sín taka í ýmis konar samfélagsmálum og er meðal annars talsmaður Umbótahreyfingarinnar.

Telur samræmda sjúkraskrá nauðsynlega

Velferðarráðherra telur nauðsynlegt að gögn frá sérgreinalæknum og þeim sem framkvæma aðgerðir án þátttöku ríksins verði hluti af samræmdri sjúkraskrá. Ef slík skrá væri til þá hefði hún getað hjálpað við að grípa inn í í PIP sílikonpúðamálinu.

Gæsagengin mæla göturnar

Ætla má að langvarandi snjóþekja reki gæsir frá grasblettum og á flakk um götur miðborgar Reykjavíkur segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Stórir gæsahópar hafa mælt göturnar í miðborginni undanfarið.

Veðurstofan spáir stormi í kvöld

Veðurstofan spáir stormi víða um land í kvöld. Fyrst á að lægja um tíma síðdegis með slyddu eða snjókomu vestan til og rigningu suðaustanlands. Síðan bætir í vindinn og verður hann 15 til 23 metrar á sekúndu í kvöld.

Tveir mannlausir bílar í árekstri

Lögreglu var tilkynnt um árekstur tveggja mannlausra bíla á Langholtsvegi í Reykjavík í gær. Annar bílanna reyndist hafa runnið á stað á svellbunka í vindhviðu og hafnað á hinum.

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag

Fyrri ferð Herjólfs til Þorlákshafnar fellur niður vegna óveðurs. Ölduhæð er nú sjö til tíu metrar á leiðinni og vindur er 16 til 20 metrar á sekúndu.

Sluppu lítt meidd úr bílveltu

Þrjár manneskjur sluppu lítið meiddar þegar jeppi valt út af Suðurlandsvegi austan við Þjórsá í gærkvöldi.

Gengu blysför í kringum Grænavatn

Talsverður fjöldi fólks mætti til blysfarar í kringum Grænavatn í Krýsuvík í gær. Blysförin var farin í tilefni þess að hundrað ár voru í gær liðin frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings.

Kindle-rafbókin leysir skólabókina af hólmi

Hefðbundnar kennslubækur heyra sögunni til ef framtíðarsýn forsvarsmanna Skólavefsins rætist, en þeir ýta rafbókarbyltingunni úr vör í Vogaskóla á þriðjudag. Rafbækur geta sparað stórfé, og jafnvel aukið námsárangur að þeirra sögn. Skólavefurinn er einkarekið námsgagnafyrirtæki, sem rekið hefur námsvef í tíu ár. Starfsmenn þess voru í óða önn við að hefja byltingu þegar fréttastofa leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag, rafbókarbyltingu, en Skólavefurinn afhendir öllum 42 nemendum í 9. bekk vogaskóla Kindle lesbretti á þriðjudag til notkunar á vorönn. Um tilraunaverkefni er að ræða, en aldrei áður hefur kennsla farið fram með rafbókum eingöngu á Íslandi.

Óttast um framtíð íslenskrar bóksölu

Formaður félags íslenskra bókaútgefanda óttast að nýjum eigendum Pennans verði ekki umhugað um að selja íslenskar bækur heldur flíspeysur og boli. Hann óttast að einn af hornsteinum íslenskrar bókamenningar glatist. Eignabjarg, dótturfélag Arion Banka auglýsti allt hlutafé í Pennanum til sölu í vikunni. Verslanir Pennans eru Eymundsson, Penninn, Griffill og Islandia en Penninn selur í dag allt frá skrifstofuhúsgögnum til minjagripa. Félag íslenskra bókaútgefanda hefur hins vegar áhyggjur af því að í höndum nýrra eigenda muni áherslur Pennans sem íslenskan bóksala muni breytast.

Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða

Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008.

Iceland Airwaves í vandræðum ef Nasa lokar

Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves vill að stjórnvöld íhugi að taka þátt í rekstri tónleikastaða eins og Nasa líkt og gert er við leikhús svo dæmi sé tekið. Styðja þurfi við bakið á íslenskri poppmenningu. Til stendur að loka tónleikastaðnum NASA fyrsta júní næstkomandi en nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um byggingu hótels á reitnum. NASA hefur lengi verið einn af aðal tónleikastöðum á Iceland Airwaves hátíðinni og segir framkvæmdastjórinn það afleitt að missa staðinn.

Gæti þurft að endurskoða allt verkefnið

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis segir að ef niðurstöður óháðrar skýrslu um arðsemi Vaðlaheiðarganga reynist réttar hafi verið farið fram á fölskum forsendum við framkvæmdirnar. Verkfræðingurinn Pálmi Kristinsson vann skýrsluna. Í henni er lagt mat á hvort veggjöld geti staðið undir öllum kostnaði við gerð og rekstur ganganna, en innanríkisráðherra hefur gert stjórn Vaðlaheiðarganga ljóst að ekki yrði farið í framkvæmdina nema hafið væri yfir vafa að hún yrði sjálfbær.

Sjá næstu 50 fréttir