Innlent

Hlustandi á Bylgjunni sagði frá fólskulegri árás í umferðinni

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. VÍSIR/STEFÁN
„Hún var í bílnum og glerbrotin hrundu yfir hana, það blæddi úr mér og hún hágrét og öskraði," segir hlustandi á Bylgjunni sem hafði samband við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag og sagði frá árás sem hann varð fyrir um hábjartan dag.

Maðurinn sagði við þáttinn að á fimmtudaginn síðastliðinn um klukkan fimm hafi hann verið að ná í sex ára dóttur sína í Hafnarfirði. Hann segist hafa flautað á bíl sem var nálægt sér og svo stoppaði hann á hringtorginu við N1 í Hafnarfirði.

„Þá rýkur hann út úr bílnum og þrykkir í hurðina og kýlir svo í gegnum gluggann. Ég er fatlaður, og hann rotaði mig nánast, ég datt út og það fóru glerbrot yfir barnið mitt," segir maðurinn sem hringdi inn í símatíma í dag.

Hann segist hafa náð númerinu á bílnum og haft samband við lögregluna. „Lögreglan kom hérna heim og bað mig að opna alls ekki hurðina. [...] Maðurinn er ekki einu sinni handtekinn, hann var kallaður til yfirheyrslu, ég meina hvað er að?" Hann segist furða sig á því hvers vegna maðurinn gangi laus.

Hægt er að hlusta á frásögn mannsins í þættinum með því að smella á hlekkinn hér að ofan eða á útvarpssíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×