Innlent

Vilja sérstaka umræðu um hálkuvarnir og snjómokstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er sannarlega vetrarlegt um að litast í Reykjavík.
Það er sannarlega vetrarlegt um að litast í Reykjavík. mynd/ Sigurjón.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir sérstakri umræðu um snjómokstur, hreinsun og hálkuvarnir á fundi umhverfis- og samgönguráðs á morgun og í borgarráði á fimmtudag vegna þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir áhyggjur og ítrekaðar kvartanir íbúa vegna ástandsins skiljanlegar.

„Það er óverjandi að öryggi íbúa sé ekki í forgangi þegar ákveðið er hvernig veita skuli þá grunnþjónustu að auðvelda fólki að komast leiðar sinnar í borginni. Yfirlýsingar borgaryfirvalda frá því um helgina um að það væri „ekki skynsamlegt" að bregðast við þessu ástandi virðast algjörlega vanhugsaðar, auk þess að vera í ósamræmi við aðrar yfirlýsingar um að borgin sé að gera sitt besta," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Hanna Birna segir að borgin eigi að sinna þessari þjónustu án stöðugra afsakana eða útskýringa, en hafi ekki gert það undanfarna daga. Það aðgerðar- og ábyrgðarleysi gagnrýni sjálfstæðismenn og á fundum umhverfis- og samgönguráðs og borgarráðs verði óskað skýringa og tillagna um hvernig betur verði að þessu staðið í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×