Innlent

Sigmundur Davíð tekur þátt í að skipuleggja miðbæ Selfoss

Sigmundur Davíð er skipulagshagfræðingur að mennt og ætti því að geta komið með góðar hugmundir að skipulagningu á miðbæ Selfoss.
Sigmundur Davíð er skipulagshagfræðingur að mennt og ætti því að geta komið með góðar hugmundir að skipulagningu á miðbæ Selfoss. mynd/GVA
Sigmundur Davíð Gunlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verður á meðal fundarmanna á opnum fundi á vegum Sveitarfélagsins Árborgar á Hótel Selfossi á fimmtudagskvöld. Þar mun hann, ásamt Páli Bjarnasyni arkitekt, kynna hugmyndir sínar að nýju skipulagi miðbæjar Selfoss.

Þetta kemur fram á vefnum dfs.is. Sigmundur Davíð er skipulagshagfræðingur að mennt en einnig mun Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, flytja ávarp. Fundurinn er ölum opinn og allir velkomnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×