Innlent

Þúsundir kjúklinga í lífshættu á Holtavörðuheiði

Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna hefur í nótt sinnt óvenjulegu útkalli á Holtavörðuheiði.

Þar valt stór flutningabíll með tengivagni út af veginum en farangurshúsin á bílnum og vagninum brotnuðu ekki og búrin með kjúklingunum héldu. Verið var að flytja þá til slátrunar.

Töluverður hluti af kjúklingunum mun hafa drepist í nótt og þá væntanlega úr kulda.

Björgunarmenn eru að selflytja kjúklingana , líklega um sjö þúsund stykki, yfir í annan bíl og er mikið fjaðrafok á vettvangi. Ökumann bílsins sakaði ekki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.