Innlent

Brotist inn í sundlaug og hesthús

Brotist var inn í hesthús og sundlaug. Athugið að myndin er sviðsett.
Brotist var inn í hesthús og sundlaug. Athugið að myndin er sviðsett.
Brotist var inn í sundlaug í Mosfellsbæ og hesthús í Hafnarfirði í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Peningum var stolið úr afgreiðslu sundlaugarinnar.

Engu var stolið úr hesthúsinu, en ummerki fundust í setustofu hússins, og svo virðist sem innbrotsþjófurinn, eða þjófarnir, hafi dvalið þar um stund. Fólkið var farið þegar eigandinn mætti til þess að sinna hestunum snemma í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×