Innlent

Sluppu lítt meidd úr bílveltu

Þrjár manneskjur sluppu lítið meiddar þegar jeppi valt út af Suðurlandsvegi austan við Þjórsá í gærkvöldi.

Fólkið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar og var útskrifað þaðan.

Tveir menn slösuðust hinsvegar, en þó ekki lífshættulega, þegar bílar þeirra skullu saman á Akranesvegi undir Akrafjalli í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni annars bílsins úr flakinu. Þeir voru báði fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×