Innlent

Tveir mannlausir bílar í árekstri

Lögreglu var tilkynnt um árekstur tveggja mannlausra bíla á Langholtsvegi í Reykjavík í gær. Annar bílanna reyndist hafa runnið á stað á svellbunka í vindhviðu og hafnað á hinum.

Annars var töluverður erill hjá lögreglunni alveg fram á kvöld við að aðstoða ökumenn í vandræðum. Sumir lentu í sjálfheldu og komust hvorki lönd né strönd vegna hálku, og nokkur vandræði hlutust af bílum sem hafði verið lagt heldur óheppilega fyrir aðra umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×