Innlent

Varað við hvassviðri í kvöld

Útlit er fyrir snjókomu eða éljagang um mest allt land í kvöld en þó rigningu með suðausturströndinni.

Kröpp og vaxandi lægð fer til norðausturs yfir suðaustanvert landið í kvöld. Mjög hvasst verður um tíma, vindhviður 30-40 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal frá því laust fyrir kl. 21 og fram undir miðnætti.

Einnig foráttuhvass af V og NV frá Öræfum og austur á Austfirði í skamma stund um og eftir miðnætti. Búast má við vindhviðuum suðaustanlands allt að 40-50 m/s.

Dimm él aftur vestantil í nótt og fyrramálið og skyggni lítið í hryðjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×