Innlent

Fastagestir í Strætó greiða meira

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tímabilskort og afsláttarmiðar munu hækka í verði.
Tímabilskort og afsláttarmiðar munu hækka í verði. mynd/ hag
Verð á tímabilskortum og afsláttarfarmiðum í Strætó mun hækka um 10% að jafnaði 1. febrúar næstkomandi. Stök fargjöld haldast hins vegar óbreytt og munu kosta 350 krónur. Hækkunin er liður í stefnu stjórnar þess efnis að auka hlut fargjaldatekna í rekstrarkostnaði Strætó og að gjaldskrá haldi í við þróun almenns verðlags.

Forsvarsmenn Strætó segja að í nágrannalöndunum standi fargjaldatekjur víða undir mun hærra hlutfalli af kostnaði en hér á landi. Algengt sé að fargjaldatekjur í nágrannalöndum standi undir 40-60% af rekstrarkostnaði almenningssamgangna en hjá Strætó sé samsvarandi hlutfall nú um 25%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×