Innlent

Varað við hvassri suðvestan átt um vestanvert landið

Hvassviðri.
Hvassviðri.
Um vestanvert landið má áfram reikna með hvassri SV-átt í dag með dimmum éljum samkvæmt ábendingu frá veðurstofu Íslands. Hiti verður um eða rétt undir frostmarki og vegir geta því orðið sérlega hálir við þessar aðstæður. Lægir talsvert og dregur úr éljum síðdegis.

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víðast hvar hált en sumstaðar er snjóþekja. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.

Hálka eða snjóþekja er víða á Vesturlandi og Vestfjörðum og víða skafrenningur eða él. Á Norðurlandi er hálka á flestum vegum og skafrenningur eða él. Flughált er sumstaðar á útvegum.

Það er hált á Austurlandi, raunar flughált á kafla á Möðrudalsöræfum og nokkuð víða á útvegum. Á Suðausturlandi er einnig hált en þæfingur á útvegum.

Vegna hreinsunar á vegbúnaði má búast við smávegis töfum í Hvalfjarðargöngum í nótt, frá klukkan eitt og fram undir morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×