Kjötskortur hækkar lán heimila 12. nóvember 2011 05:00 finnur árnason Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. Finnur hélt erindi á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins á fimmtudag. Hann sagði frá því hvernig umkvörtun hans í sumar um kjötskort hefði verið gagnrýnd. Þingmenn og hagsmunaaðilar hefðu sagt vera nóg af kjöti í landinu. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd að erfiðlega hefði gengið með að fá kjöt til sölu í Bónusbúðunum. „Fimm af sex afurðastöðvum landsins gátu ekki selt kjötvinnslu okkar lambakjöt vegna skorts á þessum tíma. Ein var tilbúin til að selja okkur takmarkað magn á verulega hærra verði en vikuna áður en hinn meinti kjötskortur átti sér stað og þeim kaupum fylgdu skilyrði.“ Á þeim tíma hafi verið skortur á lamba- og nautakjöti auk þess sem sýkingar í kjúklingaframleiðslu gerðu það að verkum að ítrekað vantaði kjúklingakjöt. „Markvisst hafði verið dregið úr svínakjötsframleiðslu og verð hækkað.“ Kjöt vegur um 2,62 prósent af vísitölugrunninum og Finnur segir verðhækkun hafa haft 0,7 prósent vísitöluáhrif. Skuldir heimilanna hafi í júní verið 1.300 milljarðar króna. „Viðbótarhækkun vísitölunnar vegna kjötskorts um 0,57 prósent hækkar þessi lán heimilanna um 7,6 milljarða króna.“- kóp Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. Finnur hélt erindi á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins á fimmtudag. Hann sagði frá því hvernig umkvörtun hans í sumar um kjötskort hefði verið gagnrýnd. Þingmenn og hagsmunaaðilar hefðu sagt vera nóg af kjöti í landinu. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd að erfiðlega hefði gengið með að fá kjöt til sölu í Bónusbúðunum. „Fimm af sex afurðastöðvum landsins gátu ekki selt kjötvinnslu okkar lambakjöt vegna skorts á þessum tíma. Ein var tilbúin til að selja okkur takmarkað magn á verulega hærra verði en vikuna áður en hinn meinti kjötskortur átti sér stað og þeim kaupum fylgdu skilyrði.“ Á þeim tíma hafi verið skortur á lamba- og nautakjöti auk þess sem sýkingar í kjúklingaframleiðslu gerðu það að verkum að ítrekað vantaði kjúklingakjöt. „Markvisst hafði verið dregið úr svínakjötsframleiðslu og verð hækkað.“ Kjöt vegur um 2,62 prósent af vísitölugrunninum og Finnur segir verðhækkun hafa haft 0,7 prósent vísitöluáhrif. Skuldir heimilanna hafi í júní verið 1.300 milljarðar króna. „Viðbótarhækkun vísitölunnar vegna kjötskorts um 0,57 prósent hækkar þessi lán heimilanna um 7,6 milljarða króna.“- kóp
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira