Fleiri fréttir

Neitar að hafa kyrkt nýfæddan son sinn

„Ég er ekki sammála þessu. Ég drap ekki barnið," sagði Agné Krataviciuté, litháísk kona, við þingfestingu ákæru á hendur henni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Vigdís Hauks: Eiríkur þarf að biðja þjóðina afsökunar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokks, segir að Eiríkur Bergmann, dósent við Háskólann á Bifröst, þurfi að biðja þjóðina afsökunar á því að líkja framsóknarmönnum við fasista. Hún telur að Eiríkur sé beinlínis að ráðast gegn framsóknarmönnum vegna afstöðu þeirra í Evrópumálum.

Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu

"Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um.“

Hætti við að lóga Randver

„Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi.

Sleit sæstreng Gagnaveitunnar - Míla þarf samt að borga

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Mílu til þess að greiða fyrirtækinu Djúptækni ehf. rétt tæplega tuttugu milljónir fyrir viðgerð á sæstreng Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur. Djúptækni tók að sér sem verktaki að leggja sæstreng sem liggur vestan Elliðaeyjar og í land á Heimaey.

Sjö ára drengur fékk þunga girðingu yfir sig á skólalóð

Sjö ára drengur fékk þunga girðingu, sem verktakar höfðu reist, yfir sig í gærmorgun á skólalóð Norðlingaskóla. Faðir drengsins sendi íbúasamtökum Norðlingaholts bréf þar sem hann lýsti atvikinu og samtökin birtu á heimasíðu sinni.

Starfsmenn eiga ekki möguleika á að hlera

„Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi.

Amfetamínið vegur 9,9 kíló

Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í Straumsvík 10. október var 9,9 kíló af amfetamíni og 8.100 e-töflur. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem í gær staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að annar hinna grunuðu í smyglmálinu skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 6. desember.

Sex ellefur sama daginn

Dagurinn í dag, eða þrisvar sinnum ellefu dagurinn, eins og hann er kallaður víða um heim, er mörgum tilefni til að gera eitthvað óvenjulegt, eða þá að fólk upplifir hann sem einhver tímamót.

Veiðar á sumargotssíldinni ganga vel

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru hafnar á Breiðafirði og hafa stóru fjölveiðiskipin verið að fá ágætis afla grunnt út af Grundarfirði og Stykkishólmi.

Nefbrotinn á menntaskólaballi

Ungur karlmaður var sleginn niður og nefbrotnaði á menntaskólaballi í Gullhömrum í Grafarholti í gærkvöldi.

Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi.

Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist

Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt.

Undanþága ver þegna Íslands fyrir framsali - fréttaskýring

Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evrópu þrátt fyrir fyrirhugaða lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópusambandið um innleiðinguna árið 2006.

Flestir utan vinnumarkaðar

Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði 23.784 matargjöfum til 3.562 einstaklinga og fjölskyldna þeirra frá 1. júní 2010 og út maí á þessu ári. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Fjölskylduhjálp.

Væn síld veiðist á Breiðafirði

Faxi RE, skip HB Granda, hefur náð 700 tonna síldarafla á Breiðafirði í einu til tveimur köstum. Aflinn fer til vinnslu hjá frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði sem er sérhannað fyrir uppsjávarfisk.

Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring

Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda.

Gagnrýnin umræða um eigin verk

Mikið hefur skort á samstillta hagstjórn hér á landi, að mati Árna Páls. Það sé ein af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til að bregðast við því hafi ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála verið stofnað; til að hægt væri að ná yfirsýn yfir alla þætti efnahagsþróunar. Þannig skapaðist tæki til að stilla saman strengi.

Ekki óvild gegn smábátafélagi

Smábátafélagið í Vogum telur illvilja í garð félagsins hafa ráðið því að nafn þess var ekki á lista sem nefnd á vegum bæjarins sendi Magma Energy um hentuga styrkþega.

Þrefalt fleiri vilja í fjarnám

Umsóknir um fjarnám í Háskólabrú Keilis eru orðnar þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Umsóknarfrestur rennur út í desember.

Framkvæmdir verða á Ísafirði

Hjúkrunarheimili með 30 rýmum verður byggt á Ísafirði. Samningur þess efnis á milli velferðarráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar var undirritaður í gær. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta.

Matthías Á. Mathiesen látinn

Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, lést í fyrradag, áttræður að aldri. Matthías lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1957 og var kjörinn á þing 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var þingmaður Reyknesinga til 1991.

Annir í sjúkraflutningum

Mikið hefur verið að gera í sjúkrafluginu undanfarinn sólarhring, en frá miðnætti til hádegis í dag voru útköllin orðin fimm talsins samkvæmt tilkynningu sem finna má á vefsíðu Mýflugs.

Hlaut einn þyngsta barnaklámsdóminn - fórnarlamb fékk frið á meðan

Karlmaðurinn, sem var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag, hlaut þyngsta dóm sem hafði fallið í barnklámsmáli árið 2007. Þá var hann dæmdur í árs óskilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur Íslands mildaði dóminn um tvo mánuði. Hann var engu að síður óskilorðsbundinn.

Aðeins fimm Íslendingar sóttu um störf á KFC

Einungis fimm Íslendingar sóttu um störf á skyndibitastaðnum KFC sem auglýsti á dögunum eftir starfsfólki. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að um tólf þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá.

Búið að finna bíl mannsins sem hvarf

Búið er að finna bíl sænska mannsins sem leitað hefur verið að frá því í nótt. Hann fannst við Sólheimajökul síðdegis. Björgunarsveitir hafa í dag leitað að manninum á Fimmvöruhálsi og á Eyjafjallajökli og munu færa sig um set núna.

Undirrituðu samning um hjúkrunarheimili á Ísafirði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Daníel Jakobsson bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Einnig var undirritað samkomulag um samstarfsverkefni í öldrunarþjónustu á svæðinu, með áherslu á Flateyri.

Samstarfsmenn á X-inu: Hemmi var týpan sem maður faðmaði

"Þessi litla útvarpsstöð verður aldrei aftur söm án Hemma sem var einhver glaðlyndasti og hjálpsamasti samstarfsmaður og vinur sem við höfum átt," segir í kveðju frá samstarfsmönnum Hermans Fannars Valgarðssonar á X-inu 977.

Mannshvarf á Mýrdalsjökli: Lögregla óskar eftir vitnum

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum, hvort sem um er að ræða þjónustuaðilum eða einstaklingum sem kannast við að hafa ekið erlendum aðila að Skógum eða annarstaðar að Eyjafjalla eða Mýrdalsjökli í gær. Málið tengist erlendum ferðamanni sem leitað hefur verið á Mýrdalsjökli og á Fimmvörðuhálsi í nótt og dag.

Ólafur og Dorrit bjóða í íslenskar pönnukökur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaief forsetafrú, bjóða erlendum ferðamönnum að þiggja íslenskar pönnukökur í forsetabústaðnum á Bessastöðum á morgun. Þá munu hjónin bjóða gestum sínum að skoða Bessastaðakirkju og fjölskrúðugt fuglalíf í nágrenni Bessastaða.

Björgvin velur Jólastjörnuna í kvöld

Örlagastund í Jólastjörnuleit Björgvins Halldórssonar söngvara rennur upp í kvöld. Þá verður tilkynnt hver hinna fjölmörgu efnilegu söngvara sem sóttust eftir því að koma fram á jólatónleikum hans. Þegar jólastjörnuleitin fór í gang sendu 400 efnilegir söngvarar inn myndskeið af sér á Vísi og af þeim voru fimmtán valin í prufur.

Milljarður á mínútu með Vaðlaheiðargöngum

„Við lifum á tímum þar sem þarf að fara verulega skynsamlega með hverju einustu krónu og það er öllum ljóst að Vaðlaheiðargöng falla ekki í þann flokk," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Mikilvægt að bæta aðgengi að hugrænni atferlismeðferð

Bæta þarf aðgengi almennings að hugrænni atferlismeðferð. Slíkt meðferðarform skilar í flestum tilfellum sambærilegum eða betri árangri en lyfjameðferð, en aðgengi er lakara, eftir því sem fram kemur í grein íslenskra sálfræðinga sem birtist í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Sjúkraliðar og ælupokar í boði

Hollenski kvikmyndagerðamaðurinn Tom Six er væntanlegur hingað til lands í dag ásamt systur sinni en hann verður með spurt og svarað-sýningu í Háskólabíói í kvöld þegar kvikmynd hans, The Human Centipede 2, verður forsýnd.

Enn stendur víðtæk leit yfir

Víðtæk leit nokkur hundruð björgunarsveitarmanna að sænskum ferðamanni á Fimmvöruhálsi og á Eyjafjallajökli frá því í gærkvöldi hefur ekki enn borið árangur og spáð er versnandi veðri á leitarsvæðinu.

Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin neitar sök

Mál gegn ungri konu, sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Konan neitaði sök við þingfestinguna.

Sjá næstu 50 fréttir