Innlent

Boðað til sáttafundar

Boðað hefur verið sáttafundar í kjaradeilu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna næstkomandi miðvikudag.

Viðræðum var slitið í síðustu viku eftir að tilboði launanefndar upp á eitt komma fjögurra prósenta launhækkun var hafnað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa boðað átta klukkustunda verkfall á föstudag.

Á meðan verkfallinu stendur verður ekki ekið með sjúklinga á milli spítala. Þá er búist við miklum truflunum á áætlunarflugi til og frá Akureyri þegar slökkviliðsmenn á Akureyrarflugvelli leggja niður störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×