Innlent

Ómar Ragnarsson: Ég er ekki að brjóta nein lög

Boði Logason skrifar
Ómar Ragnarsson segist ekki vera að brjóta nein lög eins og AMX heldur fram.
Ómar Ragnarsson segist ekki vera að brjóta nein lög eins og AMX heldur fram.

„Ég er með atvinnuflugmannsréttindi og má fljúga verkflug og það sem flug sem ég þarf í sambandi við mína kvikmyndagerð," segir Ómar Ragnarsson. Vefurinn AMX segir að Ómar fljúgi í leyfisleysi með ferðamenn vegna þess að hann hafi ekki réttindi sem atvinnuflugmaður. Ómar segir það alrangt.

„Ég væri ekki að fara í læknisskoðanir tvisvar á ári ef það væri ekki vegna einhvers. Ég flýg 95% bara fyrir sjálfan mig og svo leita erlendir sjónvarpsmenn til mín og taka við mig viðtöl og vilja fá að fylgjast með," segir Ómar. „Ég er ekki að brjóta nein lög og er að hafa mikið fyrir því að viðhalda þeim réttindum sem ég hef."

„Þeir eru bara að ljúga og það er ekkert haft fyrir því að hringja í mann og spyrja, hvaða réttindi hefur þú?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×