Innlent

15 ára unglingar í fjórhjólaslysi í Skorradal

Fjórhjól. Mynd tengist frétt ekki beint.
Fjórhjól. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/NG
Tveir fimmtán ára unglingar slösuðust þegar að fjórhjól valt í Skorradal á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli krakkanna eru en þau voru flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur til varúðar.

Ekki er vitað um tildrög slyssins en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er það líklega þekkingaleysi og klaufaskapur ökumanns að slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×