Innlent

Hitinn yfir 24 gráður annan daginn í röð

Hitinn fór í 23,9 gráður á Þingvöllum í dag.
Hitinn fór í 23,9 gráður á Þingvöllum í dag.
Annan daginn í röð fer hitinn sunnanlands yfir 24°C og yfir 23°C vestanlands. Hlýjast er á Hellu eða 24,3 gráður. Á Þingvöllum er 23,9 gráður og í Hvalfirði er 23,3 gráður.

Á Hvanneyri í Borgarfirði eru yfir 22 gráður og yfir 21 gráða í Húsafelli. Á Vatnaheiði í Snæfellsnesi er 19 stiga hiti og 18 stig við Vatnsfellsvirkjun.

Á sama tíma og íbúar þessa staða njóta sín í veðurblíðunni og hitanum er hrollkalt á annesjum norðanlands, aðeins 8 til 9 stig á stöðum eins og Siglufirði, Mánárbakka og Raufarhöfn. Á Akureyri og Egilsstöðum slefar hitinn í 12 gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×