Innlent

Ummæli flokksmanna ómakleg

Varaformaður fjárlaganefndar telur að ummæli ýmissa flokksfélaga hans í Vinstri grænum í garð flokksforystunnar séu ómakleg.
Varaformaður fjárlaganefndar telur að ummæli ýmissa flokksfélaga hans í Vinstri grænum í garð flokksforystunnar séu ómakleg.
Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður fjárlaganefndar, segir ummæli ýmissa flokksmanna hans varðandi aðgerðarleysi flokksins þegar kemur að kaupum Magma Energy á hlut í HS orku, vera röng og ómakleg. Flokkurinn hafi reynt að koma í veg fyrir kaupin.

Björn segir að einkavæðingarferlið hafi hafist í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og haldið áfram eftir ákvarðanir bæjarstjórna Reykjanesbæjar og Reykjavíkur um sölu í fyrirtækinu. Sömu flokkar hafi verið í meirihluta í höfuðborginni en Sjálfstæðisflokkur einn suður með sjó. Vinstri græn hafi reynt að koma í veg fyrir málið. Málið hafi ekki verið á höndum ríkisstjórnarinnar og það sé fráleitt að kenna Vinstri grænum um það, hvað þá forystu flokksins.

„Það er gjörsamlega galið að mínu mati, bæði af mínum flokksmönnum og öðrum, að ætla að kenna VG um málið," segir hann, og bendir á að fyrrnefndir flokkar hafi ekki breytt afstöðu sinni varðandi einkavæðingu auðlinda. Björn Valur segir að reynt sé að koma í veg fyrir söluna, en stjórnvöld hafi ekki fjármuni til að ganga inn í samninginn. Því sé annarra leiða leitað og til dæmis sé til skoðunar hvort um málamyndagjörning sé að ræða sem hægt sé að rifta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×