Innlent

Varðskip hjálpar franskri skútu

Varðskip Landhelgisgæslunnar fór í morgun að aðstoða franska seglskútu sem hafði fengið „eitthvað rusl í skrúfuna," eins og stjórnstöð orðaði það í samtali við fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum er búið að laga skrúfuna.

Að sögn Landhelgisgæslunnar var varðskipið á siglingu skammt frá þegar að skipverjarnir, sem eru þrír talsins, óskuðu eftir aðstoð. Veður er gott á svæðinu og voru það kafarar sem aðstoðuðu skipverjana að skera úr skrúfunni, en það tók fimm mínútur samkvæmt upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×