Innlent

Gljúfrasteinn friðaður

Húsið var reist árið 1945 eftir teikningum Ágústs Pálssonar.
Húsið var reist árið 1945 eftir teikningum Ágústs Pálssonar.
Menntamálaráðherra hefur, að tillögu húsafriðunarnefndar, friðað Gljúfrastein í Mosfellsdal.

Gljúfrasteinn, sem var heimili Halldórs og Auðar Laxness, var reistur 1945 eftir teikningum Ágústs Pálssonar arkitekts. Telur húsafriðunarnefnd Gljúfrastein hafa gildi sem dæmi um verk Ágústs og þróun funksjónalismans um miðja síðustu öld. Þá sé húsið athyglisvert vegna samspils þess við náttúru og staðhætti. Nær friðunin til ytra byrðisins.

Rúmlega fjögur hundruð byggingar eru friðaðar á landinu öllu. Af þeim eru um 150 friðaðar með ákvörðun stjórnvalda en hinar vegna aldurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×