Innlent

Þurfa að halda áfram að sjóða neysluvatnið

Frá Eskifirði
Frá Eskifirði
Íbúar á Eskifirði þurfa að halda áfram að sjóða neysluvatn fram yfir helgi að því fram kemur á fréttavefnum Austurglugginn.

Kólígerlar komust í vatnsból Eskfirðinga eftir mengunarslys í löndunarhúsi fiskmjölsverksmiðju Eskju fyrr í þessum mánuði. Eskfirðingar hafa nú þurft að sjóða neysluvatn í tæpa viku en sýni sem tekin hafa verið úr vatninu sýna að kólígerlum hefur fækkað.

Ný sýni voru tekin á fimmtudag en niðurstaðna er ekki að vænta fyrr en eftir helgi.


Tengdar fréttir

Íbúar Djúpavogs geta drukkið rennandi vatn á ný

Nú geta íbúar Djúpavogs drukkið rennandi vatn á nýjan leik eftir að skemmdir urðu á vatnsveitunni fyrir helgi þegar að aurskriða féll á hana. Starfsmönnum hreppsins tókst að gera við skemmdirnar í gær og segir sveitarstjórinn skemmdirnar umtalsverðar í samtali við Austurgluggann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×