Innlent

Weisshappel gefur Ómari 100 þúsund - skorar á önnur fyrirtæki

Boði Logason skrifar
„Laundromat kaffihúsið mitt ætlar að gefa honum 100 þúsund kall og við skorum á einhver önnur tíu íslensk fyrirtæki að gefa líka sömu upphæð," segir kaffihúsaeigandinn Friðrik Weisshappel í Kaupmannahöfn.

En Friðrik stofnaði Facebook-síðu í klukkan ellefu á hádegi í gær þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru.

Í helgarblaði DV, sem kom út í gær, lýsir Ómar því hve skuldsettur hann er orðinn vegna gerðar heimildarmynda um náttúru Íslands og þær hættur sem að henin steðja.

„Þetta eru stórkostlegar viðtökur, mér datt ekki í hug að þær yrðu svona góðar," segir Friðrik í samtali við Vísi.is en um 1.600 manns hafa skráð sig á síðuna. Aðspurður hvort að það sé ekki ágætt að vera kominn með 1,6 milljón króna eftir sólarhring, gegn því að allir þessir sextán hundruð borga þúsund krónur. „Ef það er þannig, þá getum við lifað í voninni að búið verður að borga upp þessa skuld á þriðjudagskvöldið. Er hægt að gefa glæsilegri og fallegri afmælisgjöf til þessa manns en að gera hann skuldlausan?"

Friðrik segist ekki þekkja Ómar persónulega. „Ég hef hitt hann tvisvar fyrir ævina fyrir slysni. Ég finn bara til vissrar ábyrgðar gagnvart honum. Hugsaðu þér ef þjóðin gefur honum í afmælisgjöf að gera hann skuldlausan, það er svo fallegt."

Hægt er að leggja inn á reikning Ómars sem hefur verið stofnaður en reikningsnúmerið er 0130 26 160940 og kennitala 160940 4929.

Hægt er að skoða Facebook síðuna hér.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×