Innlent

17 björgunarsveitarmenn báru konu sem ökklabrotnaði

Kona ökklabrotnaði í gönguferð í Varmadal inn af Hveragili í dag. Björgunarsveit Hveragerðis kom konunni til aðstoðar sem var í tveggja kílómetra fjarlægð frá bílastæðinu í Gufudal.

Björgunarsveitamenn þurftu því að bera konuna alla leiðina. 17 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að bera konuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×