Innlent

Stjórnvöld vilja rifta kaupum

Björn Valur Gíslason.
Björn Valur Gíslason.
Ríkissjóður hefur ekki efni á að ganga inn í samning um kaup Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS orku, að mati Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna og varaformanns fjárlaganefndar. Aðrar leiðir í málinu eru til skoðunar.

„Mér finnst að við eigum að reyna að grípa inn í með einhverjum hætti, en ríkið með fjármuni, guð hjálpi þér, við erum að skera niður um 100 milljarða á næstu þremur árum og höfum ekki lánstraust, sömu flokkarnir og vilja einkavæða orkuauðlindir landsins og hafa barist fyrir því eru búnir að koma landinu þannig fyrir að við höfum hvorki lánstraust né eigum eigið fé til að leggja fram í þessum tilgangi.

Það getur vel verið að fólki finnist að það sé sú leið sem við eigum að fara og það sé þess virði að verða sér úti um peninga til þess, en þeir þurfa að koma einhvers staðar frá, annað­hvort í auknum niðurskurði eða auknum tekjum, eða auknum lántökum sem ekki eru í boði.“

Björn segir aðrar leiðir til skoðunar, meðal annars hvort hægt sé að rifta samningnum á þeim forsendum að um málamyndagjörning sé að ræða.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×