Innlent

Tveir fullir og einn dópaður undir stýri

Nóttin var að mestu róleg hjá lögreglunni á Selfossi en tveir voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur, annar þeirra á Flúðum. Þá var einn tekinn á Skeiðarvegi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá þurfti lögreglan að hafa minniháttar afskipti gestum á tjaldsvæðum í nærsveitum. Mikill mannfjöldi var á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri og þurftu lögreglumenn frá Selfossi að reglulega að fara á svæðið til að sinna eftirliti en engin alvarleg tilvik komu upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×