Innlent

Sex gista fangageymslur í Reykjavík

Töluvert var um ölvun og eitthvað var um pústra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrátt fyrir það segir lögreglan að nóttin hafi gengið ágætlega en sex gista nú fangageymslur vegna ölvunar og óspekta að sögn varðstjóra. Fimm voru teknir grunaðir um ölvunarakstur og þá var einn tekinn undir áhrifum fíkniefna.

Þá var töluvert um neyðarsjúkraflutninga í miðbæ Reykjavíkur í nótt, eða alls 13 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Flest málin tengjast ölvun og pústrum. Að sögn varðstjóra eru flest málin minniháttar.

Þá var einn tekinn grunaður um ölvun við akstur í uppsveitum Árnessýslu, að sögn lögreglunnar á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×