Innlent

TF-LIF komin aftur til Landhelgisgæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF er nú komin í fulla notkun á ný eftir að hafa verið um skeið í reglubundinni skoðun. Hefur Landhelgisgæslan nú tvær Super Puma þyrlur til umráða en auk TF-LIF er TF-GNA notuð við leit og björgun, löggæslu og eftirlitsstörf Gæslunnar, segir í tilkynningu.

Samkvæmt upplýsingum frá flugdeild voru þyrluáhafnir kallaðar út í 22 útköll í júní mánuði. Alls voru 11 einstaklingar fluttir með þyrlum á tímabilinu en fjórum sinnum var flogið út fyrir 20 sjómílurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×