Innlent

Ráðuneytið aflaði og greiddi fyrir lögfræðiálit vegna Magma

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið aflaði og greiddi fyrir lögfræðiálit þriggja lögfræðinga í tengslum við meðferð nefndar um erlenda fjárfestingu þegar Magma Energy Sweden keypti hlutabréf í HS Orku.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að aflað hafi verið lögfræðiálits frá Lagastofnun Háskóla Íslands um 4. gr. laga nr. 34/1991 um erlenda fjárfestingu og beitingu greinarinnar að því er lýtur að kaupum Magma Energy Sweden AB á hlutum HS-Orku hf. Það álit var unnið að Dóru Guðmundsdóttur lögfræðingi.

„Þá veitti Kristín Haraldsdóttir lögfræðingur og forstöðumaður hjá Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík álit sitt einkum um hlutverk og stöðu nefndarinnar og í þriðja lagi veitti Dóra Sif Tynes, hdl., álit á atriðum er lúta að EES rétti," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×