Innlent

Össur hitti utanríkisráðherra Kína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson hitti utanríkisráðherra Kína. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson hitti utanríkisráðherra Kína. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti fund með utanríkisráðherra Kína, Yang Jiechi, í gær. Á fundinum hétu ráðherrarnir því að efla samskipti og samstarf ríkjanna enn frekar, að því er fram kemur á kínverska vefnum xinhuanet.

Yang sagði að mikil vinátta og traust ríkti á meðal þjóðanna tveggja þótt uppruni þeirra væri ólíkur. Samskipti ríkjanna á sviði viðskipta, fiskveiði og menningar hefðu verið mjög góð.

Össur Skarphéðinsson þakkaði Kínverjum fyrir stuðning í garð Íslendinga í erfiðleikum þeirra vegna fjármálakreppunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×