Innlent

Einhverjir aðrir notaðir til að flytja slæmu fréttirnar

Jón Hákon Halldórsson og Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
„Því miður er þetta í samræmi við það sem fjármálaráðherrann hafði boðað þegar hann sagði „You ain't seen nothing yet" í skattahækkunum," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Fram kom í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í gær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði gert skýrslu um íslenska skattkerfið að beiðni Steingríms J. Sigfússonar. Í skýrslunni eru reifaðar hugmyndir um hækkanir á tekjuskatti, neysluskatti og fjármagnstekjuskatti.

Sigmundur segist sammála þeim fulltrúum launþega sem hafa tjáð sig um að ekki sé hægt að hækka skatta við núverandi aðstæður og sé hagfræðilega mjög skaðlegt. „Það er sérstaklega sláandi að ef menn ætla að fara í verulegar hækkanir á virðisaukaskatti, meðal annars á matvælum og á eldsneytissköttum, því það hefði áhrif á almenning," segir Sigmundur og bætir að það gæti líka haft áhrif á verðlagsvísitöluna og þar með talin lán. „Ég held að það sé búið að ganga eins langt og hægt er, jafnvel lengra en hægt er við þessar aðstæður."

Hann segir að honum finnst ráðuneytið vera að láta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gera það sama fyrir sig og Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið voru látin gera með lánamálin: „Einhverjir aðrir notaðir til að flytja slæmu fréttirnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×