Innlent

Gríðarlegt haglél í Skötufirði

Gríðarlegt haglél dundi yfir í Skötufirði við Ísafjarðardjúp í gær og varð þjóðvegurinn flug háll á svip stundu vegna krapa, sem myndaðist á honum.

Vegfarandi segir í viðtalil við Bæjarins besta, að höglin hafi verið mjög stór og að haglið hafi brostið í í kjölfar mikillar regnskúrar. Úrkoman féll á takmörkuðu svæði og hlutust ekki óhöpp af hálkunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×