Innlent

Félag atvinnurekenda býður mat

Boðið verður upp á heitan mat í mötuneyti Stýrimannaskólans falla virka daga frá klukkan 11.30 til 14.
Boðið verður upp á heitan mat í mötuneyti Stýrimannaskólans falla virka daga frá klukkan 11.30 til 14.

Félag atvinnurekenda stendur fyrir samhjálpar-átakinu Samverjanum út júlímánuð vegna sumarfría hjálparstofnana. Verður boðið upp á fríar heitar máltíðir í mötuneyti Stýrimannaskólans við Háteigsveg milli klukkan 11.30 og 14.00 alla virka daga í júlí.

„Þetta er hugmynd sem kom upp á fundi hjá Félagi atvinnurekenda á föstudaginn var og hefur orðið að veruleika á einni helgi." segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, verkefnastjóri Samherjans. „Það skiptir miklu máli að það sé samhjálp fyrir þá sem þurfa á að halda."

Aðstandendur Samverjans eru Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra, Leikmannaráð Þjóðkirkjunnar, Landssamtök eldri borgara, Félag atvinnurekenda og menningarmálaráðuneytið. Mikill fjöldi matvælafyrirtækja veitir hráefni til máltíðanna og klúbbur matreiðslumeistara gefur vinnu sína við matargerð.

„Þetta eiga eftir að verða dýrindis máltíðir," segir Ragnheiður. „Þetta mun verða syrpa af skemmtilegum samkomum og því fleiri sem munu koma að verkefninu, þeim mun betra verður það í framkvæmd. Þegar svona hlutir heppnast vel þiggjum við alla hjálp sem hægt er að fá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×