Innlent

Öryggis ekki nægjanlega gætt á leikvöllum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umhverfisstofnun segir að öryggis sé ekki gætt nógu vel. Mynd/ Vilhelm.
Umhverfisstofnun segir að öryggis sé ekki gætt nógu vel. Mynd/ Vilhelm.
Öryggi leikvallatækja og leiksvæða er einungis skoðað á 20% af þeim 277 leikskólum og 176 grunnskólum þar sem slík skoðun á að fara fram samkvæmt reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Reglugerðin nær til allra leiksvæða hvort sem er innan dyra eða utan, skipulagt fyrir leik barna svo sem í eða við leikskóla, skóla, gæsluvelli og víðar. Gert er ráð fyrir að eftirliti með leiksvæðum sé skipt í þrennt. Í fyrsta lagi reglubundna yfirlitsskoðun sem á að greina strax hættur vegna skemmdarverka, slita eða veðrunar. Þessa skoðun á að framkvæma daglega til vikulega. Í öðru lagi er um að ræða rekstrarskoðun sem gerð er á þriggja mánaða fresti og í þriðja lagi aðalskoðun sem er ástandsskoðun sem er ætlað að gera heildarúttekt á öryggi leikvallatækja og yfirborðsefna.

Það er þessi árlega skoðun sem ekki er sinnt nema í 20% tilfella samkvæmt frétt Umhverfisstofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×