AGS vill snarhækka skatta 13. júlí 2010 07:00 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Vilji íslensk stjórnvöld auka tekjur sínar með aukinni skattlagningu ætti að leggja niður lægra þrep virðisaukaskattsins og fækka skattþrepunum í tekjuskattkerfinu í tvö, samkvæmt tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslensk stjórnvöld báðu sérfræðinga sjóðsins um úttekt á íslenska skattakerfinu og tillögur um hvernig auka mætti tekjur ríkisins á næstu árum um eitt til tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Verg landsframleiðsla á síðasta ári nam um 1.500 milljörðum króna. Miðað við það ætla stjórnvöld sér að auka skatttekjur um 15 til 30 milljarða króna á næstu árum. Í skýrslu AGS, sem gerð var opinber í gær, kemur fram að sérfræðingar sjóðsins telji íslenska skattkerfið í grundvallaratriðum gott. Í skýrslunni er farið yfir skattheimtu ríkisins, og settar fram tillögur vilji stjórnvöld auka skatttekjur sínar. Meðal þess sem þar er lagt til er að skattur á matvæli og fleira sem nú fellur í sjö prósenta skattflokkinn í virðisaukaskattkerfinu hækki í 25,5 prósent eins og aðrar vörur. Einnig er lagt til að fjármagnstekjuskattur hækki í 20 prósent og breytingar verði gerðar á tekjuskattskerfinu. Yfirlit yfir helstu tillögur AGS er í meðfylgjandi töflu. Hugmyndir um frekari skattahækkanir mæta ekki mikilli ánægju hjá hagsmunaaðilum. „Ríkisstjórnin er búin að taka allar þær skattahækkanir sem þetta land getur þolað, og sumir myndu nú meina að það væri búið að ganga lengra en það. Ég trúi því alls ekki að menn séu með einhver áform um að auka skattaálögur á almenning," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir að leggjast þurfi í útreikninga áður en afstaða sé tekin til tiltekinna tæknilegra breytinga á skattkerfinu. Eins og staðan sé núna sé augljóst að betra sé að reyna að stækka skattstofnana en að leggja á enn hærri skatta. „Það er hættuleg stefna sem AGS er að marka með þessum tillögum," segir Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins. Hann segir tillögur um aukna skattlagningu misráðnar, þær muni draga hagkerfið niður og seinka því að ástandið hér á landi batni. „Þegar skattlagningin er orðin svona mikil dregur hún ráðstöfunarfé frá fólki og fyrirtækjum, og það fé fer ekki í neyslu og fjárfestingar," segir Helgi. Þá sé hætta á að orku- og auðlindaskattar komi í veg fyrir erlenda fjárfestingu. Starfshópur fjármálaráðherra vinnur nú að tillögum í skattamálum og er von á áfangaskýrslu hópsins síðar í vikunni. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, en hann mun vera í sumarleyfi. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Vilji íslensk stjórnvöld auka tekjur sínar með aukinni skattlagningu ætti að leggja niður lægra þrep virðisaukaskattsins og fækka skattþrepunum í tekjuskattkerfinu í tvö, samkvæmt tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslensk stjórnvöld báðu sérfræðinga sjóðsins um úttekt á íslenska skattakerfinu og tillögur um hvernig auka mætti tekjur ríkisins á næstu árum um eitt til tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Verg landsframleiðsla á síðasta ári nam um 1.500 milljörðum króna. Miðað við það ætla stjórnvöld sér að auka skatttekjur um 15 til 30 milljarða króna á næstu árum. Í skýrslu AGS, sem gerð var opinber í gær, kemur fram að sérfræðingar sjóðsins telji íslenska skattkerfið í grundvallaratriðum gott. Í skýrslunni er farið yfir skattheimtu ríkisins, og settar fram tillögur vilji stjórnvöld auka skatttekjur sínar. Meðal þess sem þar er lagt til er að skattur á matvæli og fleira sem nú fellur í sjö prósenta skattflokkinn í virðisaukaskattkerfinu hækki í 25,5 prósent eins og aðrar vörur. Einnig er lagt til að fjármagnstekjuskattur hækki í 20 prósent og breytingar verði gerðar á tekjuskattskerfinu. Yfirlit yfir helstu tillögur AGS er í meðfylgjandi töflu. Hugmyndir um frekari skattahækkanir mæta ekki mikilli ánægju hjá hagsmunaaðilum. „Ríkisstjórnin er búin að taka allar þær skattahækkanir sem þetta land getur þolað, og sumir myndu nú meina að það væri búið að ganga lengra en það. Ég trúi því alls ekki að menn séu með einhver áform um að auka skattaálögur á almenning," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir að leggjast þurfi í útreikninga áður en afstaða sé tekin til tiltekinna tæknilegra breytinga á skattkerfinu. Eins og staðan sé núna sé augljóst að betra sé að reyna að stækka skattstofnana en að leggja á enn hærri skatta. „Það er hættuleg stefna sem AGS er að marka með þessum tillögum," segir Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins. Hann segir tillögur um aukna skattlagningu misráðnar, þær muni draga hagkerfið niður og seinka því að ástandið hér á landi batni. „Þegar skattlagningin er orðin svona mikil dregur hún ráðstöfunarfé frá fólki og fyrirtækjum, og það fé fer ekki í neyslu og fjárfestingar," segir Helgi. Þá sé hætta á að orku- og auðlindaskattar komi í veg fyrir erlenda fjárfestingu. Starfshópur fjármálaráðherra vinnur nú að tillögum í skattamálum og er von á áfangaskýrslu hópsins síðar í vikunni. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, en hann mun vera í sumarleyfi.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira