Innlent

Kærum vegna nauðgana fjölgaði um helming

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan segir að kærum vegna nauðgana og annarra kynferðisbrota hafi fjölgað í fyrra miðað við árið á undan. Mynd/ Vilhelm.
Lögreglan segir að kærum vegna nauðgana og annarra kynferðisbrota hafi fjölgað í fyrra miðað við árið á undan. Mynd/ Vilhelm.
Það lætur nærri að næstum helmingi fleiri nauðganir hafi verið kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra miðað við árið á undan. Í árskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2009 kemur fram að 50 slíkar kærur hafi veirð lagðar fram í fyrra en þær hafi verið 35 í hitteðfyrra. Erfitt sé að fullyrða um ástæður þessa.

Lögreglan segir að jafnframt megi sjá fjölgun annarra kynferðisbrota í tengslum við Netið, svo sem í tengslum við Fésbók og msn-spjall. Þá segir í skýrslunni að lögreglu hafi á árinu 2009 borist margar tilkynningar um heimilisofbeldi, jafnt andlegt sem líkamlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×