Kaup Magma hugsanlega kærð til ESA 13. júlí 2010 01:00 Katrín Júlíusdóttir. Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í gær, að beiðni Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar, um mál Magma Energy. Eftir fundinn sagðist Margrét ætla að skoða hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestinga til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur tvisvar fjallað um kaupin. Í bæði skiptin klofnaði hún en meirihluti taldi kaupin lögmæt. „Þetta var mjög góður og gagnlegur fundur. Við fengum þarna tvo ráðherra, nefnd um erlenda fjárfestingu og fulltrúa frá Magma til að ræða við," sagði Margrét og bætti við: „Það sem að stendur upp úr er að íslensk stjórnvöld virðast vera föst í þessum 2007 hugsunarhætti um að það sé æðislega sniðugt að reyna einhvern veginn að komast alltaf framhjá lögum." Margrét segir meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu hafa skort kjark til að meta kaupin ólögmæt þar sem ekkert sambærilegt mál hafi farið fyrir dóm á EES svæðinu. Hún segir öll lögskýringargögn benda til þess að úrskurða eigi lögin ólögleg eins og minnihluti nefndarinnar hafi bent á. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagðist ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort einhver myndi kæra ákvörðun nefndarinnar til ESA en nefndin starfar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hún kvaðst þó ekki rengja niðurstöðu meirihluta nefndarinnar sem hefði fengið álit frá fjórum sérfræðingum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að tilefni væri til inngripa af hálfu ríkisvaldsins. Aðspurð hvort henni þyki það koma til greina svaraði Katrín að sér hefði fundist það þegar fjármálaráðherra skoðaði málið síðasta vetur. Hins vegar hefði ekki fundist flötur á því á þeim tíma og enginn hafi bent á það hvernig hægt væri að grípa inn í málin nú. „Þau tæki og tól sem ég hef í höndunum eru þau að reyna að ganga til samninga við þessa aðila um forkaupsrétt ríkisins á hlutnum þannig að þegar betur árar hjá ríkinu getum við keypt hann vilji þeir selja hann. Það tryggir líka að það verði ekki braskað með hlutinn," sagði Katrín og bætti því við að Ross Beaty, forstjóri Magma, hafi tekið vel í hugmyndir ráðherra um forkaupsrétt ríkisins þegar málið hafi verið rætt í vor. Katrín segir engan efnislegan ágreining um málið innan ríkisstjórnarinnar og sagði ríkisstjórnarflokkana vera sammála um það að þeir ætluðu ekki að selja orkufyrirtæki eins og sum sveitarfélög hafa gert. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í gær, að beiðni Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar, um mál Magma Energy. Eftir fundinn sagðist Margrét ætla að skoða hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestinga til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur tvisvar fjallað um kaupin. Í bæði skiptin klofnaði hún en meirihluti taldi kaupin lögmæt. „Þetta var mjög góður og gagnlegur fundur. Við fengum þarna tvo ráðherra, nefnd um erlenda fjárfestingu og fulltrúa frá Magma til að ræða við," sagði Margrét og bætti við: „Það sem að stendur upp úr er að íslensk stjórnvöld virðast vera föst í þessum 2007 hugsunarhætti um að það sé æðislega sniðugt að reyna einhvern veginn að komast alltaf framhjá lögum." Margrét segir meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu hafa skort kjark til að meta kaupin ólögmæt þar sem ekkert sambærilegt mál hafi farið fyrir dóm á EES svæðinu. Hún segir öll lögskýringargögn benda til þess að úrskurða eigi lögin ólögleg eins og minnihluti nefndarinnar hafi bent á. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagðist ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort einhver myndi kæra ákvörðun nefndarinnar til ESA en nefndin starfar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hún kvaðst þó ekki rengja niðurstöðu meirihluta nefndarinnar sem hefði fengið álit frá fjórum sérfræðingum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að tilefni væri til inngripa af hálfu ríkisvaldsins. Aðspurð hvort henni þyki það koma til greina svaraði Katrín að sér hefði fundist það þegar fjármálaráðherra skoðaði málið síðasta vetur. Hins vegar hefði ekki fundist flötur á því á þeim tíma og enginn hafi bent á það hvernig hægt væri að grípa inn í málin nú. „Þau tæki og tól sem ég hef í höndunum eru þau að reyna að ganga til samninga við þessa aðila um forkaupsrétt ríkisins á hlutnum þannig að þegar betur árar hjá ríkinu getum við keypt hann vilji þeir selja hann. Það tryggir líka að það verði ekki braskað með hlutinn," sagði Katrín og bætti því við að Ross Beaty, forstjóri Magma, hafi tekið vel í hugmyndir ráðherra um forkaupsrétt ríkisins þegar málið hafi verið rætt í vor. Katrín segir engan efnislegan ágreining um málið innan ríkisstjórnarinnar og sagði ríkisstjórnarflokkana vera sammála um það að þeir ætluðu ekki að selja orkufyrirtæki eins og sum sveitarfélög hafa gert.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira