Innlent

Garðabær fellst á viðræður við Álftanes

Sveitarstjórnarmál Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag.

Þrír fulltrúar voru skipaðir í samstarfsnefnd: Erling Ásgeirsson, Stefán Snær Konráðsson og María Grétarsdóttur. Nefndin kannar mögulega sameiningu í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Leggi nefndin til atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna ber sveitarstjórn að efna til atkvæðagreiðslu meðal íbúanna.

Að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, liggur ekki ljóst fyrir hvenær nefndin lýkur störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×