Innlent

Fá stofur undir berum himni

Lært úti í náttúrunni
Lært úti í náttúrunni

Útiskólastofur hafa verið útbúnar við Egilsstaðaskóla og Grunnskólann á Reyðarfirði.

Framtakið var styrkt af Samfélagssjóði Alcoa og er hluti af sjálfboðaliðaverkefnum starfsmanna Fjarðaáls. Stofurnar eru hannaðar sem opið svæði með skjólvegg, borðum og eldstæði og standa við leikvellina. Ásta Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Reyðarfirði, er ánægð með útistofurnar og segir markmiðið vera að nýta umhverfið meira í kennslu og gera námið um leið fjölþættara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×