Fleiri fréttir Hótaði fimm lögreglumönnum lífláti Karlmaður sem hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti í ágúst 2008 hlaut í dag eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn sem er 26 ára gamall hótaði lögreglumönnunum í lögreglubifreið á leið frá veitingastað við Tryggvagötu í Reykjavík að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. 3.5.2010 12:13 Íslendingur barinn til bana í Danmörku Rúmlega fimmtugur Íslendingur lést á sjúkrahúsi í Danmörku á föstudaginn en hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum dögum áður. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Þar kemur fram að maðurinn hafi legið á gjörgæslu í nokkra daga eftir árásina en hann hafi látist af sárum sínum eftir hádegi á föstudaginn. 3.5.2010 12:00 Deila um arf til Barnaspítalans Barnaspítalasjóður Hringsins hefur stefnt Landspítalanum vegna ágreinings um arf. Upphaf málsins má rekja til þess að kona ánafnaði Barnaspítalanum eignir. Þegar skipta átti upp búinu samkvæmt erfðarskrá hennar kom hins vegar upp ágreiningur um hvort Barnaspítalasjóður Hringsins sem er í umsjá mannúðarfélags Hringsins ætti ráðstafa eigninni eða hvort því ætti að vera ráðstafað af Landspítalanum. 3.5.2010 11:54 Starfsmaður Dominos dæmdur sekur Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Dominos Pizza í Reykjanesbæ var í dag fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið frá fyrirtækinu í apríl fyrir tveimur árum. Um er að ræða konu á þrítugsaldri sem sló eign sinni á söluhagnað upp á 161.709 krónur sem hún átti að fara með í banka. 3.5.2010 11:37 Andrés aðstoðar Álfheiði Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Hann mun leysa Lísu Kristjánsdóttur af, sem fer í fæðingarorlof – en hún á von á sínu þriðja barni á næstu vikum. 3.5.2010 11:02 Bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár. 3.5.2010 10:25 Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. 3.5.2010 08:52 Aukin sprengivirkni Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn. 3.5.2010 08:48 Flutt á slysadeild eftir mótorhjólaslys Tvennt slasaðist í gærkvöldi þegar mótorhjól fór út af Biskupstungnabraut rétt eftir klukkan tíu. Ökumaður hjólsins missti stjórn á því sunnan við Geysi í Haukadal og lentu hann og farþegi hans utan vegar. Fólkið var flutt á slysadeild í Reykjavík en að sögn lögreglunnar á Selfossi voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. 3.5.2010 08:30 Flestir vilja Guðríði sem bæjarstjóra Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar síðar í mánuðinum. Rúmlega 45% vilja að Guðríður verði bæjarstjóri samkvæmt skoðanakönnunum sem unnin var fyrir Samfylkinguna. 3.5.2010 08:27 Guðlaugur Þór: Hefur ekki hugleitt afsögn Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki hugleitt að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir háværa kröfu um að þeir sem þáðu hæstu prófkjörsstyrkina víki af Alþingi. Þetta segir hann í viðtali við Fréttablaðið í dag. 3.5.2010 06:30 Sjóðandi bræðsluvatn fellur niður í Markarfljót Sjóðandi bræðsluvatn rennur niður meginbrattann við Gígjökul og fellur þar ofan í Markarfljótið en gera má ráð fyrir því að hraunrennslið sé þá komið að meginbrúninni. 2.5.2010 19:51 Bíll og vélhjól lentu í árekstri Bifreið og vélhjól lentu í árekstri í Suðurhlíð í Reykjavík en lögreglan fékk tilkynningu um slysið um hálf sjö í kvöld. Lögreglan og sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir á þessari stundu. 2.5.2010 19:08 Ekkert sjúkraflug í Vestmannaeyjum vegna leyfisleysis Flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja sem sinna sjúkraflugi milli lands og eyja hafa ekki haft leyfi til þess að fljúga frá því á föstudag samkvæmt fréttavefnum suður.net. 2.5.2010 16:05 Eldsupptök á Hellissandi talin vera helluborð Talið er að það hafi kviknað í út frá helluborði í húsi á Hellissandi í nótt. Þrjú systkini voru á heimilinu þegar eldurinn kom upp rétt fyrir klukka þrjú í nótt. 2.5.2010 14:55 Þorvaldur Gylfason: Vill tryggja framhaldslíf rannsóknarnefndar Þorvaldur Gylfason vill festa rannsóknarnefnd Alþingis í stofnanamynd svo nefndin geti haldið starfi sínu áfram. Hann segir að það þurfi að rannsaka margt. 2.5.2010 13:08 Félag íslenskra bókaútgefenda óttast ólæsi Félag íslenskra bókaútgefenda úthlutaði í dag fyrstu styrkjunum úr nýstofnuðum Skólasafnasjóði til bókasafna grunnskólanna samkvæmt tilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. 2.5.2010 12:57 20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2.5.2010 11:49 Reykskynjari bjargaði lífi þriggja á Hellissandi Þrír íbúar komust með naumindum út úr brennandi húsi á Hellissandi í nótt en það var reykskynjari á heimilinu sem vakti þau í tæka tíð. Eldurinn kom upp um þrjú leytið í nótt. 2.5.2010 11:15 Virkni gossins svipað og síðustu daga Ekkert bendir til gosloka. Virkni gossins er svipuð og síðustu átta daga. Hraun heldur áfram að skríða til norðurs og gígur hleðst upp í nyrðsta ískatlinum. 2.5.2010 09:41 Stal tertuhnífi og greiðslukortum Ungur síbrotamaður var handtekinn í Reykjanesbæ í gær en hann braust bæði inn í bíla og húsnæði. Pilturinn, sem er um tvítugt, virðist hafa stolið öllu sem á vegi hans varð en lögreglan lagði meðal annars hald á tertuhníf sem hann hafði tekið af einu heimilinu og geymdi í poka. 2.5.2010 09:32 Engar sjúkraflugvélar í Vestmannaeyjum óviðunandi ástand „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, en Landhelgisgæslan þurfti að senda þyrlu á eftir veikum manni í eyjum í nótt. Ástæðan var sú að báðar sjúkraflutningavélarnar sem eru staddar í Vestmannaeyjum eru óstarfhæfar yfir helgina. 1.5.2010 20:00 Neyðarlög sett í fjórum ríkjum i Bandaríkjunum Neyðarlög hafa verið sett í fjórum ríkjum Bandaríkjanna vegna olíumengunar, í Alabama, Flórída, Missisippi og Lousiana. 1.5.2010 18:41 Dökkur gosmökkur yfir Eyjafjallajökli Eldgosið í Eyjafjallaljökli er enn í fullum gangi og liggur gosmökkurinn nú til suðausturs. Hann er nokkuð dökkur og sést vel á gervitunglamyndum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Líkur eru á að flug gæti farið úr skorðum snúist vindátt. 1.5.2010 18:30 Þyrla gæslunnar flutti veikan mann frá Vestmannaeyjum Landhelgisgæslan þurfti að flytja veikan mann frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni þá barst henni tilkynning klukkan hálf fjögur í nótt. 1.5.2010 17:57 Kafarar losuðu portúgalskan togara Þremur köfurum frá varðskipi Landhelgisgæslunnar tókst í dag að skera veiðafæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra sem staddur er á Reykjaneshrygg eða um 240 sjómílur frá Reykjanesi. 1.5.2010 17:55 Gluggar í Intrum einnig brotnir Starfsmenn Intrum Justitia voru að líma yfir gluggana á höfuðstöðvum fyrirtækisins á Laugaveginum nú fyrir stundu en rúður þar virðast hafa verið brotnar. 1.5.2010 17:49 60 Mínútur upp á Eyjafjallajökul Fréttateymi 60 mínútna verður fer upp á Eyjafjallajökul samkvæmt heimasíðu Suður.net. 1.5.2010 17:20 Brutu rúður í Landsbankanum í miðri kröfugöngu Nokkrir einstaklingar voru handteknir eftir að þeir brutu rúður í Landsbankanum. Um er að ræða hóp sem gekk ásamt fjölmenni niður Laugaveginn í kröfugöngu um klukkan hálf tvö í dag. 1.5.2010 16:58 Bubbi spilaði Stál og hnífur á árshátíð Bónus - Jóhannes tók ekki undir Tónlistamaðurinn Bubbi Morthens spilaði lagið Stál og hnífur fyrir starfsmenn Bónus í gærkvöldi en árshátíð verslunarinnar fór fram í samkomusal í Valsheimilinu. 1.5.2010 15:48 Styður upptöku eigna auðmanna Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir eignaupptöku á eignum auðmanna ekki vafamál í huga félaga stéttafélagsins í ræðu sinni á Austurvelli sem hún hélt þriðja tímanum í dag. Hún segir ennfremur að það sé nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að búa slíkri eignaupptöku, sem hluta af sáttargjörð í samfélaginu, viðeigandi lagagrundvöll. 1.5.2010 15:05 Enn haldið sofandi á gjörgæslu Líðan stúlku sem lenti í umferðaslysi í Reykjanesbæ síðustu helgi er óbreytt. Tvær aðrar stúlkur sem voru með henni í bílnum eru látnar en bifreiðin valt á hringtorgi fyrir viku síðan. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður þegar hann ók bílnum. 1.5.2010 13:56 EXPO skálinn opnaður formlega í dag Íslenski skálinn á heimsýningunni EXPO 2010 í Shanghai opnaður formlega í dag en biðraðir hafa myndast fyrir utan skálann í þau fjögur skipti sem hann hefur verið opnaður óformlega. Alls hafa 22 þúsund gestir lagt leið sína í skálann. 1.5.2010 12:05 Fréttateymi frá 60 Mínútum á Íslandi Teymi frá fréttaskýringaþættinum heimsfræga, 60 mínútum er statt hér á landi. Fréttamaðurinn heimsfrægi, Scott Pelley, er með teyminu sem er að gera þátt um gosið í Eyjafjallajökli og hefur verið statt hér á landi síðan um miðja síðustu viku. 1.5.2010 11:39 Eldgosið hafði áhrif á 43 milljónir Bandaríkjamanna Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði með einum eða öðrum hætti áhrif á líf 14 prósent Bandaríkjamanna, eða 43 milljónir manna, samkvæmt nýrri könnun Gallup og má finna á heimasíðu Capacent gallup. 1.5.2010 11:15 Verkalýðsdeginum fagnað Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, fyrsti maí, er í dag og verður hans minnst með kröfugöngum víða um land í dag. 1.5.2010 09:25 Gosórói stöðugur í Eyjafjallajökli Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er staðan á Eldgosinu í Eyjafjallajökli nokkuð óbreytt frá því sem var í gær. 1.5.2010 09:23 Flestir vilja Hönnu Birnu Flestir vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir núverandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gegni borgarstjóraembættinu að loknum kosningum, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. 1.5.2010 09:19 Dópaður ökumaður á Akranesi Ökumaður var stöðvaður á Akranesi í nótt grunaður um fíkniefnaakstur. Maðurinn að auki vera með lítilræði af kannabisefnum á sér. 1.5.2010 09:16 Yfir tíu þúsund í kröfugöngu Þúsundir manna gengu fylktu liði niður Laugaveginn í kröfugöngu klukkan hálf tvö í dag. Gengið var niður á Austurvöll þar sem formenn stéttarfélaganna héldu ræðu. 1.5.2010 15:16 Breyttur útivistartími Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag, 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til miðnættis. 1.5.2010 10:39 Þrátefli aðgerðarleysis varð Íslandi dýrkeypt Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. 1.5.2010 08:30 Viðbrögð prestastefnu komu ekki á óvart „Viðbrögðin koma ekki á óvart," sagði Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, á Alþingi í gær um afgreiðslu Prestastefnu á frumvarpi til hjúskaparlaga. Prestastefna vísaði frumvarpinu til frekari umræðu biskups og kenningarnefndar kirkjunnar eftir harðar deilur. 1.5.2010 08:00 Urgur í sjóðsfélögum vegna áhrifaleysis „Við teljum að það sé traustur lagalegur grundvöllur til að taka á þessu máli,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og vísar til frumvarps til laga um skyldu lánveitenda til þess að færa niður höfuðstól bílalána. 1.5.2010 07:30 Traustur lagagrunnur fyrir afskriftum lána „Við teljum að það sé traustur lagalegur grundvöllur til að taka á þessu máli,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og vísar til frumvarps til laga um skyldu lánveitenda til þess að færa niður höfuðstól bílalána. 1.5.2010 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hótaði fimm lögreglumönnum lífláti Karlmaður sem hótaði fimm lögreglumönnum ítrekað lífláti í ágúst 2008 hlaut í dag eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn sem er 26 ára gamall hótaði lögreglumönnunum í lögreglubifreið á leið frá veitingastað við Tryggvagötu í Reykjavík að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. 3.5.2010 12:13
Íslendingur barinn til bana í Danmörku Rúmlega fimmtugur Íslendingur lést á sjúkrahúsi í Danmörku á föstudaginn en hann hafði orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum dögum áður. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Þar kemur fram að maðurinn hafi legið á gjörgæslu í nokkra daga eftir árásina en hann hafi látist af sárum sínum eftir hádegi á föstudaginn. 3.5.2010 12:00
Deila um arf til Barnaspítalans Barnaspítalasjóður Hringsins hefur stefnt Landspítalanum vegna ágreinings um arf. Upphaf málsins má rekja til þess að kona ánafnaði Barnaspítalanum eignir. Þegar skipta átti upp búinu samkvæmt erfðarskrá hennar kom hins vegar upp ágreiningur um hvort Barnaspítalasjóður Hringsins sem er í umsjá mannúðarfélags Hringsins ætti ráðstafa eigninni eða hvort því ætti að vera ráðstafað af Landspítalanum. 3.5.2010 11:54
Starfsmaður Dominos dæmdur sekur Fyrrverandi verslunarstjóri hjá Dominos Pizza í Reykjanesbæ var í dag fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa stolið frá fyrirtækinu í apríl fyrir tveimur árum. Um er að ræða konu á þrítugsaldri sem sló eign sinni á söluhagnað upp á 161.709 krónur sem hún átti að fara með í banka. 3.5.2010 11:37
Andrés aðstoðar Álfheiði Andrés Ingi Jónsson hefur tekið við sem aðstoðarmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. Hann mun leysa Lísu Kristjánsdóttur af, sem fer í fæðingarorlof – en hún á von á sínu þriðja barni á næstu vikum. 3.5.2010 11:02
Bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár. 3.5.2010 10:25
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. 3.5.2010 08:52
Aukin sprengivirkni Rennsli í Markarfljót vegna eldgossins í Eyjafjallajökli jókst tímabundið síðdegis í gær og varð þá svipað og í fyrri flóðum þann 30. apríl. Um klukkan hálfátta í gærkvöldi sýni vefmyndavél síðan gufuský við jaðar Gígjökul sem gefa til kynna heitt bræðsluvatn. 3.5.2010 08:48
Flutt á slysadeild eftir mótorhjólaslys Tvennt slasaðist í gærkvöldi þegar mótorhjól fór út af Biskupstungnabraut rétt eftir klukkan tíu. Ökumaður hjólsins missti stjórn á því sunnan við Geysi í Haukadal og lentu hann og farþegi hans utan vegar. Fólkið var flutt á slysadeild í Reykjavík en að sögn lögreglunnar á Selfossi voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. 3.5.2010 08:30
Flestir vilja Guðríði sem bæjarstjóra Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nýtur mest stuðnings meðal Kópavogsbúa til að verða bæjarstjóri eftir kosningarnar síðar í mánuðinum. Rúmlega 45% vilja að Guðríður verði bæjarstjóri samkvæmt skoðanakönnunum sem unnin var fyrir Samfylkinguna. 3.5.2010 08:27
Guðlaugur Þór: Hefur ekki hugleitt afsögn Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ekki hugleitt að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir háværa kröfu um að þeir sem þáðu hæstu prófkjörsstyrkina víki af Alþingi. Þetta segir hann í viðtali við Fréttablaðið í dag. 3.5.2010 06:30
Sjóðandi bræðsluvatn fellur niður í Markarfljót Sjóðandi bræðsluvatn rennur niður meginbrattann við Gígjökul og fellur þar ofan í Markarfljótið en gera má ráð fyrir því að hraunrennslið sé þá komið að meginbrúninni. 2.5.2010 19:51
Bíll og vélhjól lentu í árekstri Bifreið og vélhjól lentu í árekstri í Suðurhlíð í Reykjavík en lögreglan fékk tilkynningu um slysið um hálf sjö í kvöld. Lögreglan og sjúkraflutningamenn eru enn á vettvangi. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir á þessari stundu. 2.5.2010 19:08
Ekkert sjúkraflug í Vestmannaeyjum vegna leyfisleysis Flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja sem sinna sjúkraflugi milli lands og eyja hafa ekki haft leyfi til þess að fljúga frá því á föstudag samkvæmt fréttavefnum suður.net. 2.5.2010 16:05
Eldsupptök á Hellissandi talin vera helluborð Talið er að það hafi kviknað í út frá helluborði í húsi á Hellissandi í nótt. Þrjú systkini voru á heimilinu þegar eldurinn kom upp rétt fyrir klukka þrjú í nótt. 2.5.2010 14:55
Þorvaldur Gylfason: Vill tryggja framhaldslíf rannsóknarnefndar Þorvaldur Gylfason vill festa rannsóknarnefnd Alþingis í stofnanamynd svo nefndin geti haldið starfi sínu áfram. Hann segir að það þurfi að rannsaka margt. 2.5.2010 13:08
Félag íslenskra bókaútgefenda óttast ólæsi Félag íslenskra bókaútgefenda úthlutaði í dag fyrstu styrkjunum úr nýstofnuðum Skólasafnasjóði til bókasafna grunnskólanna samkvæmt tilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. 2.5.2010 12:57
20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2.5.2010 11:49
Reykskynjari bjargaði lífi þriggja á Hellissandi Þrír íbúar komust með naumindum út úr brennandi húsi á Hellissandi í nótt en það var reykskynjari á heimilinu sem vakti þau í tæka tíð. Eldurinn kom upp um þrjú leytið í nótt. 2.5.2010 11:15
Virkni gossins svipað og síðustu daga Ekkert bendir til gosloka. Virkni gossins er svipuð og síðustu átta daga. Hraun heldur áfram að skríða til norðurs og gígur hleðst upp í nyrðsta ískatlinum. 2.5.2010 09:41
Stal tertuhnífi og greiðslukortum Ungur síbrotamaður var handtekinn í Reykjanesbæ í gær en hann braust bæði inn í bíla og húsnæði. Pilturinn, sem er um tvítugt, virðist hafa stolið öllu sem á vegi hans varð en lögreglan lagði meðal annars hald á tertuhníf sem hann hafði tekið af einu heimilinu og geymdi í poka. 2.5.2010 09:32
Engar sjúkraflugvélar í Vestmannaeyjum óviðunandi ástand „Þetta er algjörlega óviðunandi ástand,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, en Landhelgisgæslan þurfti að senda þyrlu á eftir veikum manni í eyjum í nótt. Ástæðan var sú að báðar sjúkraflutningavélarnar sem eru staddar í Vestmannaeyjum eru óstarfhæfar yfir helgina. 1.5.2010 20:00
Neyðarlög sett í fjórum ríkjum i Bandaríkjunum Neyðarlög hafa verið sett í fjórum ríkjum Bandaríkjanna vegna olíumengunar, í Alabama, Flórída, Missisippi og Lousiana. 1.5.2010 18:41
Dökkur gosmökkur yfir Eyjafjallajökli Eldgosið í Eyjafjallaljökli er enn í fullum gangi og liggur gosmökkurinn nú til suðausturs. Hann er nokkuð dökkur og sést vel á gervitunglamyndum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Líkur eru á að flug gæti farið úr skorðum snúist vindátt. 1.5.2010 18:30
Þyrla gæslunnar flutti veikan mann frá Vestmannaeyjum Landhelgisgæslan þurfti að flytja veikan mann frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni þá barst henni tilkynning klukkan hálf fjögur í nótt. 1.5.2010 17:57
Kafarar losuðu portúgalskan togara Þremur köfurum frá varðskipi Landhelgisgæslunnar tókst í dag að skera veiðafæri úr skrúfu portúgalska togarans Coimbra sem staddur er á Reykjaneshrygg eða um 240 sjómílur frá Reykjanesi. 1.5.2010 17:55
Gluggar í Intrum einnig brotnir Starfsmenn Intrum Justitia voru að líma yfir gluggana á höfuðstöðvum fyrirtækisins á Laugaveginum nú fyrir stundu en rúður þar virðast hafa verið brotnar. 1.5.2010 17:49
60 Mínútur upp á Eyjafjallajökul Fréttateymi 60 mínútna verður fer upp á Eyjafjallajökul samkvæmt heimasíðu Suður.net. 1.5.2010 17:20
Brutu rúður í Landsbankanum í miðri kröfugöngu Nokkrir einstaklingar voru handteknir eftir að þeir brutu rúður í Landsbankanum. Um er að ræða hóp sem gekk ásamt fjölmenni niður Laugaveginn í kröfugöngu um klukkan hálf tvö í dag. 1.5.2010 16:58
Bubbi spilaði Stál og hnífur á árshátíð Bónus - Jóhannes tók ekki undir Tónlistamaðurinn Bubbi Morthens spilaði lagið Stál og hnífur fyrir starfsmenn Bónus í gærkvöldi en árshátíð verslunarinnar fór fram í samkomusal í Valsheimilinu. 1.5.2010 15:48
Styður upptöku eigna auðmanna Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir eignaupptöku á eignum auðmanna ekki vafamál í huga félaga stéttafélagsins í ræðu sinni á Austurvelli sem hún hélt þriðja tímanum í dag. Hún segir ennfremur að það sé nauðsynlegt að gera ráðstafanir til þess að búa slíkri eignaupptöku, sem hluta af sáttargjörð í samfélaginu, viðeigandi lagagrundvöll. 1.5.2010 15:05
Enn haldið sofandi á gjörgæslu Líðan stúlku sem lenti í umferðaslysi í Reykjanesbæ síðustu helgi er óbreytt. Tvær aðrar stúlkur sem voru með henni í bílnum eru látnar en bifreiðin valt á hringtorgi fyrir viku síðan. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið ölvaður þegar hann ók bílnum. 1.5.2010 13:56
EXPO skálinn opnaður formlega í dag Íslenski skálinn á heimsýningunni EXPO 2010 í Shanghai opnaður formlega í dag en biðraðir hafa myndast fyrir utan skálann í þau fjögur skipti sem hann hefur verið opnaður óformlega. Alls hafa 22 þúsund gestir lagt leið sína í skálann. 1.5.2010 12:05
Fréttateymi frá 60 Mínútum á Íslandi Teymi frá fréttaskýringaþættinum heimsfræga, 60 mínútum er statt hér á landi. Fréttamaðurinn heimsfrægi, Scott Pelley, er með teyminu sem er að gera þátt um gosið í Eyjafjallajökli og hefur verið statt hér á landi síðan um miðja síðustu viku. 1.5.2010 11:39
Eldgosið hafði áhrif á 43 milljónir Bandaríkjamanna Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði með einum eða öðrum hætti áhrif á líf 14 prósent Bandaríkjamanna, eða 43 milljónir manna, samkvæmt nýrri könnun Gallup og má finna á heimasíðu Capacent gallup. 1.5.2010 11:15
Verkalýðsdeginum fagnað Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, fyrsti maí, er í dag og verður hans minnst með kröfugöngum víða um land í dag. 1.5.2010 09:25
Gosórói stöðugur í Eyjafjallajökli Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er staðan á Eldgosinu í Eyjafjallajökli nokkuð óbreytt frá því sem var í gær. 1.5.2010 09:23
Flestir vilja Hönnu Birnu Flestir vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir núverandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gegni borgarstjóraembættinu að loknum kosningum, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. 1.5.2010 09:19
Dópaður ökumaður á Akranesi Ökumaður var stöðvaður á Akranesi í nótt grunaður um fíkniefnaakstur. Maðurinn að auki vera með lítilræði af kannabisefnum á sér. 1.5.2010 09:16
Yfir tíu þúsund í kröfugöngu Þúsundir manna gengu fylktu liði niður Laugaveginn í kröfugöngu klukkan hálf tvö í dag. Gengið var niður á Austurvöll þar sem formenn stéttarfélaganna héldu ræðu. 1.5.2010 15:16
Breyttur útivistartími Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag, 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til miðnættis. 1.5.2010 10:39
Þrátefli aðgerðarleysis varð Íslandi dýrkeypt Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. 1.5.2010 08:30
Viðbrögð prestastefnu komu ekki á óvart „Viðbrögðin koma ekki á óvart," sagði Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, á Alþingi í gær um afgreiðslu Prestastefnu á frumvarpi til hjúskaparlaga. Prestastefna vísaði frumvarpinu til frekari umræðu biskups og kenningarnefndar kirkjunnar eftir harðar deilur. 1.5.2010 08:00
Urgur í sjóðsfélögum vegna áhrifaleysis „Við teljum að það sé traustur lagalegur grundvöllur til að taka á þessu máli,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og vísar til frumvarps til laga um skyldu lánveitenda til þess að færa niður höfuðstól bílalána. 1.5.2010 07:30
Traustur lagagrunnur fyrir afskriftum lána „Við teljum að það sé traustur lagalegur grundvöllur til að taka á þessu máli,“ segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og vísar til frumvarps til laga um skyldu lánveitenda til þess að færa niður höfuðstól bílalána. 1.5.2010 07:00