Innlent

Yfir tíu þúsund í kröfugöngu

Þúsundir manna gengu fylktu liði niður Laugaveginn í kröfugöngu klukkan háf tvö í dag. Gengið var niður á Austurvöll þar sem formenn stéttarfélaganna héldu ræðu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa hátíðarhöldin farið vel fram í Reykjavík. Fjölmargir hópar tóku þátt í göngunni. Meðal annars slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sem fjölmenntu í gönguna til sýna samstöðu og vekja athygli á því að samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár.

Ekki er vitað hversu margir tóku þátt í göngunni en einn viðmælandi fréttastofunnar giskaði á að það væru ekki færri en tíu þúsund sem tóku þátt í kröfugöngunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×