Innlent

Gosórói stöðugur í Eyjafjallajökli

Gosið í jöklinum er stöðugt.
Gosið í jöklinum er stöðugt. Mynd/ Hjörleifur Þórarinsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er staðan á Eldgosinu í Eyjafjallajökli nokkuð óbreytt frá því sem var í gær.

Ekkert er að draga úr gosinu og er gosórói stöðugur. Þó hefur dregið úr gosmekkinum sem sést nánast ekkert, en þó sást örlítið í hann í morgun frá Vík í Mýrdal.

Öskufall virðist ekkert vera en fylgst er náið með gosinu allan sólarhringinn.

Jökullinn heldur áfram að bráðna að norðanverðu en þar streymir nú mikið hraun undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×