Innlent

Þorvaldur Gylfason: Vill tryggja framhaldslíf rannsóknarnefndar

Þorvaldur Gylfason vill að rannsóknarnefndin haldi áfram.
Þorvaldur Gylfason vill að rannsóknarnefndin haldi áfram.
Þorvaldur Gylfason vill festa rannsóknarnefnd Alþingis í stofnanamynd svo nefndin geti haldið starfi sínu áfram. Hann segir að það þurfi að rannsaka margt. Þetta sagði hann í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils.

Hann vill að erlendir aðilar verði fengnir til þess að hafa yfirumsjón með nefndinni og veita henni skjól. Þorvaldur segir það nauðsynlegt svo að nefndin hljóti ekki sömu örlög og þjóðhagsstofnun á sínum tíma, en hún var lögð niður í forsætisráðherratíð Davíð Oddssonar.

Þorvaldur segir skýrsluhöfunda rannsóknarskýrslunnar hafa staðið sig vel. Sjálfur hafi hann óttast hvítþvott.

Þá hvetur Þorvaldur íslensk stjórnvöld til þess að óska eftir lagatæknilegri aðstoð pólskra stjórnvalda vegna laga þar í landi þar sem stjórnmálamenn, sem þóttu brotlegir á tímum kommúnismans, voru til að mynda sviptir eftirlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×