Innlent

60 Mínútur upp á Eyjafjallajökul

Scott Pelley leiðir hópinn.
Scott Pelley leiðir hópinn.
Fréttateymi 60 mínútna verður fer upp á Eyjafjallajökul samkvæmt heimasíðu Suður.net.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að 60 mínútur væru hér á landi og hygðust fara með þyrlu að taka myndir af gosinu. Það virðist ekki hafa gengið eftir heldur fór teymið á öflugum jeppum og fjórhjólum upp á jökulinn sjálfan.

Samkvæmt heimildum suður.net þá er það Gunnar Egilsson sem fer fyrir hópnum.

Það er hinn heimsfrægi fréttaþulur Scott Pelley, sem fer með hópnum.

Leiðrétting: Fréttateymi 60 Mínútna voru ekki fyrstir upp á jökulinn eins og áður sagði í fréttinni. Það voru sérfræðingar Jarðvísindastofnunar Háskólans sem fóru fyrst upp á jökulinn. Alls fóru þeir þrjár ferðir upp á Eyjafjallajökul. Beðist er velvirðingar á ónákvæmninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×