Bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra 3. maí 2010 10:25 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki að laun seðlabankastjóra verði hækkuð. Slíkt ákvörðun myndi senda slæm skilaboð út í þjóðfélagið. Mynd/Stefán Karlsson Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár. Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði, að því að fram kemur í Morgunblaðinu. Launin verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. Bankaráð hefur ekki samþykkt tillöguna. „Þetta er sá vandi sem felst í þessari jafnlaunastefnu sem ég var á móti. Þeir aðilar sem hugsanlega geta fengið betri laun annars staðar standa frammi fyrir þessu vali. Þetta sést til dæmis vel hjá heilbrigðisstéttunum," segir Pétur. Bankaráð sendir slæm skilaboð Samþykki bankaráð tillöguna sendir ráðið slæm skilaboð út í samfélagið, að mati Péturs. „Það er búið að setja jafnlaunastefnu og það væri mjög ósanngjarnt að hoppa úr þeirri röð gagnvart öllum hinum sem eru bundnir á þennan klafa. Þetta myndi heldur ekki senda góð skilaboð til þeirra sem eru atvinnulausir og eru að basla í mjög erfiðri og stundum vonlausri stöðu. Auk þess hafa margir tekið á sig umtalsverða kjaraskerðingu." Pétur vill því að bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra. „Ég held að þau ættu að fresta þessu í eitt eða tvö ár á meðan við komumst yfir versta kaflann." Undrast að Seðlabankinn hækki laun Þá bendir Pétur að sínu mati komi Seðlabankinn í veg fyrir atvinnusköpun í landinu með of háum vöxtum. „Það væri því mjög undarlegt að sá aðili sem er í því að búa til þetta atvinnuleysi með of háum vöxtum skuli gangan á undan með því að hækka launin." Tengdar fréttir Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. 3. maí 2010 08:52 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður þeirra sem beri ábyrgð á stríðsglæpum Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankaráð Seðlabankans hætti við að hækka laun seðlabankastjóra um rúmar 400 þúsund krónur á mánuði. Hann telur eðlilegt að ráðið fresti þess í stað að hækka launin í 1-2 ár. Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði, að því að fram kemur í Morgunblaðinu. Launin verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. Bankaráð hefur ekki samþykkt tillöguna. „Þetta er sá vandi sem felst í þessari jafnlaunastefnu sem ég var á móti. Þeir aðilar sem hugsanlega geta fengið betri laun annars staðar standa frammi fyrir þessu vali. Þetta sést til dæmis vel hjá heilbrigðisstéttunum," segir Pétur. Bankaráð sendir slæm skilaboð Samþykki bankaráð tillöguna sendir ráðið slæm skilaboð út í samfélagið, að mati Péturs. „Það er búið að setja jafnlaunastefnu og það væri mjög ósanngjarnt að hoppa úr þeirri röð gagnvart öllum hinum sem eru bundnir á þennan klafa. Þetta myndi heldur ekki senda góð skilaboð til þeirra sem eru atvinnulausir og eru að basla í mjög erfiðri og stundum vonlausri stöðu. Auk þess hafa margir tekið á sig umtalsverða kjaraskerðingu." Pétur vill því að bankaráð hætti við að hækka laun seðlabankastjóra. „Ég held að þau ættu að fresta þessu í eitt eða tvö ár á meðan við komumst yfir versta kaflann." Undrast að Seðlabankinn hækki laun Þá bendir Pétur að sínu mati komi Seðlabankinn í veg fyrir atvinnusköpun í landinu með of háum vöxtum. „Það væri því mjög undarlegt að sá aðili sem er í því að búa til þetta atvinnuleysi með of háum vöxtum skuli gangan á undan með því að hækka launin."
Tengdar fréttir Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. 3. maí 2010 08:52 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður þeirra sem beri ábyrgð á stríðsglæpum Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Sjá meira
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur nú til umfjöllunar tillögu þess efnis að hækka laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 400 þúsund krónur á mánuði og verða þá þau sömu og þau voru áður en ákveðið var að lækka þau í desember 2008 og aftur í febrúar síðastliðnum samkvæmt breytingum á lögum um kjararáð. 3. maí 2010 08:52
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels