Innlent

Brutu rúður í Landsbankanum í miðri kröfugöngu

Gangan hófst á Hlemmi. Athugið að myndin er úr safni.
Gangan hófst á Hlemmi. Athugið að myndin er úr safni.

Nokkrir einstaklingar voru handteknir eftir að þeir brutu rúður í Landsbankanum. Um er að ræða hóp sem gekk ásamt fjölmenni niður Laugaveginn í kröfugöngu um klukkan hálf tvö í dag.

Hópurinn á svo að hafa klofið sig frá göngunni og brotið rúðurna.

Samkvæmt DV þá hlupu slökkviliðsmenn á eftir skemmdarvörgunum en þeir voru að mótmæla því að þeir væru búnir að vera samningslausir í heilt ár. Þeir náðu þremur skemmdarvörgum sem lögreglan handtók svo.

Þegar haft var samband við varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti hann að rúðubrotið hefði átt sér stað en gat ekki gefið frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Mikil reiði beinist að Landsbankanum líkt og öðrum bönkum hér á landi. Ekki er þó vitað hvað einstaklingunum gekk til með athæfi sínu.

Lögreglan er sátt við hátíðarhöld í kringum verkalýðsdaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×